Krefur BBC um útskýringar vegna brandara um að kasta sýru í stjórnmálafólk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2019 08:40 May hefur krafið BBC svara um hvers vegna brandarinn var settur í loftið. Getty/NurPhoto Theresa May, starfandi forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir svörum frá ríkisútvarpi Bretlands, BBC, um hvers vegna brandari sem snerist um að kasta rafgeymasýru í stjórnmálafólk var settur í loftið í einum af útvarpsþáttum stofnunarinnar. BBC segir gesti þátta sinna oft reyna að ögra, en að varast ætti að taka þá alvarlega í öllum tilfellum. Grínistinn og leikkonan Jo Brand var gestur útvarpsþáttarins Heresy á BBC þegar hún lét ummælin falla. Þau komu í kjölfar umræðu um mótmæli sem hafa farið hátt í fjölmiðlum að undanförnu, þar sem mjólkurhristingum hefur verið hent í stjórnmálamenn á hægri væng breskra stjórnmála. Sky News greinir frá þessu. „Ég myndi segja að nokkrir ógeðfelldir einstaklingar [stjórnmálamennirnir sem hafa fengið yfir sig mjólkurhristinga] séu í forgrunni þessa máls. Það er mjög, mjög auðvalt að hata þá og ég er eiginlega að hugsa: „Til hvers að vera að ómaka sig með mjólkurhristingum þegar þú getur náð þér í rafgeymasýru,““ sagði Brand. „Það er bara ég. Ég ætla ekki að gera þetta. Þetta er hrein og klár fantasía. En mér finnst mjólkurhristingar vera aumkunarverðir, mér finnst það í alvöru. Því miður,“ hélt Brand áfram.Ekki eru allir sáttir með grín Jo Brand.Getty/Ollie MillingtonÍhaldsfólk ósátt með ummælin Talsmaður forsætisráðherrans segir May ætíð hafa sagt stjórnmálamenn eiga að geta boðið sig fram án þess að eiga á hættu að vera áreittir, ógnað eða beittir ofbeldi á einhvern hátt. „Það er hlutverk BBC að útskýra hvers vegna þótti viðeigandi að útvarpa þessum ummælum.“ Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, er einn þeirra sem hefur orðið fyrir mjólkurhristingi. Í síðasta mánuði fékk hann yfir sig einn slíkan á kosningafundi í Newcastle. Farage sakar Brand um að ýta undir ofbeldi og segist telja lögregluna þurfa að aðhafast í málinu. BBC ver ummælin Talskona BBC segir Heresy vera gamalgróinn grínþátt og að titill hans, sem á Íslensku myndi útlistast sem „Trúvilla,“ gefi til kynna að gestir þáttarins kunni að vilja ögra hlustendum og fara gegn félagslegum venjum, án þess að allt sem þeir segi sé tekið alvarlega. Coren Mitchell, þáttastjórnandi Heresy, sagðist í lok umrædds þáttar vona að ummæli Brand hafi ekki móðgað neinn en benti á að markmið þáttarins væri að „reyna á þolmörk þess sem má og má ekki segja.“Nigel Farage, hér útataður í mjólkurhristing.Getty/Ian Forsyth Bretland Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Theresa May, starfandi forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir svörum frá ríkisútvarpi Bretlands, BBC, um hvers vegna brandari sem snerist um að kasta rafgeymasýru í stjórnmálafólk var settur í loftið í einum af útvarpsþáttum stofnunarinnar. BBC segir gesti þátta sinna oft reyna að ögra, en að varast ætti að taka þá alvarlega í öllum tilfellum. Grínistinn og leikkonan Jo Brand var gestur útvarpsþáttarins Heresy á BBC þegar hún lét ummælin falla. Þau komu í kjölfar umræðu um mótmæli sem hafa farið hátt í fjölmiðlum að undanförnu, þar sem mjólkurhristingum hefur verið hent í stjórnmálamenn á hægri væng breskra stjórnmála. Sky News greinir frá þessu. „Ég myndi segja að nokkrir ógeðfelldir einstaklingar [stjórnmálamennirnir sem hafa fengið yfir sig mjólkurhristinga] séu í forgrunni þessa máls. Það er mjög, mjög auðvalt að hata þá og ég er eiginlega að hugsa: „Til hvers að vera að ómaka sig með mjólkurhristingum þegar þú getur náð þér í rafgeymasýru,““ sagði Brand. „Það er bara ég. Ég ætla ekki að gera þetta. Þetta er hrein og klár fantasía. En mér finnst mjólkurhristingar vera aumkunarverðir, mér finnst það í alvöru. Því miður,“ hélt Brand áfram.Ekki eru allir sáttir með grín Jo Brand.Getty/Ollie MillingtonÍhaldsfólk ósátt með ummælin Talsmaður forsætisráðherrans segir May ætíð hafa sagt stjórnmálamenn eiga að geta boðið sig fram án þess að eiga á hættu að vera áreittir, ógnað eða beittir ofbeldi á einhvern hátt. „Það er hlutverk BBC að útskýra hvers vegna þótti viðeigandi að útvarpa þessum ummælum.“ Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, er einn þeirra sem hefur orðið fyrir mjólkurhristingi. Í síðasta mánuði fékk hann yfir sig einn slíkan á kosningafundi í Newcastle. Farage sakar Brand um að ýta undir ofbeldi og segist telja lögregluna þurfa að aðhafast í málinu. BBC ver ummælin Talskona BBC segir Heresy vera gamalgróinn grínþátt og að titill hans, sem á Íslensku myndi útlistast sem „Trúvilla,“ gefi til kynna að gestir þáttarins kunni að vilja ögra hlustendum og fara gegn félagslegum venjum, án þess að allt sem þeir segi sé tekið alvarlega. Coren Mitchell, þáttastjórnandi Heresy, sagðist í lok umrædds þáttar vona að ummæli Brand hafi ekki móðgað neinn en benti á að markmið þáttarins væri að „reyna á þolmörk þess sem má og má ekki segja.“Nigel Farage, hér útataður í mjólkurhristing.Getty/Ian Forsyth
Bretland Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54
Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30