Erlent

Mál Assange tekið fyrir í febrúar á næsta ári

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sagði að líf sitt væri í húfi.
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sagði að líf sitt væri í húfi. Getty/Jack Taylor

Framsalsmál Julians Assange, stofnanda WikiLeaks verður tekið til meðferðar 25. febrúar á næsta ári og mun standa yfir í fimm daga. Breskur dómari greindi frá þessari ákvörðun í morgun. Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, greindi frá því í gær að hann hefði skrifað undir beiðni um framsal á Assange til Bandaríkjanna hvar hann á yfir höfði sér ákærur, meðal annars fyrir brot á njósnalögum og að hafa lekið trúnaðargögnum.Þrátt fyrir að innanríkisráðherrann hefði skrifað undir framsalsbeiðnina þá kemur það til kasta breskra dómstóla að skera úr um lokaniðurstöðu. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, að í gangi væri ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun.Ben Brandon, lögfræðingur bandarískra yfirvalda, rökstuddi framsalskröfuna fyrir dómi í morgun á þeim grunni að málið tengdist einum stærsta leka á trúnaðargögnum í sögu Bandaríkjanna. Assange sagði að líf sitt væri í húfi. Hann hafnaði þá alfarið ásökunum um að WikiLeaks teymið hefði brotist inni tölvukerfi.„WikiLeaks er ekkert annað en útgefandi“.Lögmaður Assange, Mark Summers, sagði framgöngu Bandaríkjanna vera „svívirðilega og grímulausa árás á réttindi og skyldur blaðamanna.“

 
Tengdar fréttir

Fréttamenn fordæma handtöku Assange og ákvörðun innanríkisráðherra

Félag fréttamanna RÚV skora á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Assange verði ekki framseldur til Bandaríkjanna. Það væri í samræmi við þingsályktun Alþingis um að Ísland ætti að skapa sér sérstöðu á sviði tjáningar- og upplýsingafrelsis.

„Ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“

Kristinn segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki komið honum á óvart að innanríkisráðherrann hefði skrifað undir framsalsbeiðnina. Í gangi sé „ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.