Bráðabirgðastjórn Moldóvu fer frá og pattstöðunni lokið Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2019 23:08 Maia Sandu verður áttundi forsætisráðherra landsins frá árinu 2013. EPA Bandalag flokka, sem ýmist berjast fyrir nánari samskiptum Moldóvu við ESB eða Rússland, virðast hafa haft betur í baráttunni um völd í landinu eftir að starfandi ríkisstjórn landsins samþykkti að fara frá fyrr í dag. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera. Pattstaða hefur verið í moldóvskum stjórnmálum síðustu misserin eftir þingkosningarnar í febrúar þar sem enginn flokkur eða flokkabandalag náði hreinum meirihluta. Mikil spenna skapaðist svo í síðustu viku þegar tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir – Sósíalistaflokkurinn, sem berst fyrir nánari samskiptum við Rússland, og ACUM, sem stefnir að ESB-aðild landsins – hófu óvænt samstarf og mynduðu nýjan meirihluta á þingi og stjórn.Tvær ríkisstjórnir starfandi Starfandi ríkisstjórn Pavel Filip forsætisráðherra, sem var við völd fyrir kosningar, neitaði hins vegar að fara frá, þannig að segja má að tvær ríkisstjórnir hafi verið starfandi í landinu á sama tíma. Sagði Filip að frestur hafi verið liðinn til að mynda nýja stjórn og dró hann þannig lögmæti stjórnar Sósíalista og ACUM í efa. Síðastliðinn sunnudag þrýsti Demókrataflokkurinn svo stjórnlagadómstól landsins til að skipa starfandi forsætisráðherra, Filip, nýjan forseta landsins. Tók hann þá sæti Igor Dodon sem er meðlimur í Sósíalistaflokknum. Fyrsta verk Filip var að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Fulltrúar Sósíalistaflokksins og ACUM fordæmdu hins vegar embættisverk Filip. Stór hluti alþjóðasamfélagsins fordæmdi sömuleiðis þá stöðu sem upp var komin í landinu.Pavel Filip hefur nú látið af embætti.EPAFyrr í dag greindi hins vegar Filip, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2016, að hann myndi fara frá. Hann kallaði þó nýja stjórn „ólöglega“ og sagði hana vera stjórnað af rússneskum stjórnmálum. Væri rétt nýjar kosningar færu fram í landinu við fyrsta tækifæri. „Við munum ganga í stjórnarandstöðu,“ sagði Vladimir Cebotari, varaformaður Lýðræðisflokksins, flokks Filip, í sjónvarpsviðtali fyrr í dag. „Að ríkisstjórnin fari frá er eina mögulega og lögmæta lausnin til að koma í veg fyrir stjórnmálakrísu í landinu.“„Moldóva er loksins frjáls“ Í kosningnunum í febrúar varð Sósíalistaflokkurinn, flokkur forsetans Igor Dodon, stærstur, Demókrataflokkur Filip forsætisráðherra annar, og ACUM þriðji. „Ég er með skilaboð til alls heimsins: Moldóva er loksins frjáls,“ sagði Maia Sandu, leiðtogi ACUM og nýr forsætisráðherra landsins, eftir að tilkynnt var um afsögn Filip. Sandu er áttundi forsætisráðherra landsins frá árinu 2013. Spillingarmál hafa verið áberandi í Moldóvu síðustu ár og greindi ESB frá því fyrir nokkrum mánuðum að lokað yrði á styrki til landsins vegna þessa. Fjölmargir íbúar hafa flúið land í leit að atvinnu, en Moldóva er eitt fátækasta ríki álfunnar – staðsett milli Rúmeníu og Úkraínu. Fréttaskýringar Moldóva Tengdar fréttir Pólitískt neyðarástand í Moldóvu stigmagnast Pavel Filip, bráðabirgðaforseti Moldóvu, hefur rofið þing og boðað til skyndikosninga þann 6. september. Þingið hefur lýst þingrofunum sem ólöglegum og hafa sagt ríkisstofnanir Moldóvu verið teknar með valdi. 9. júní 2019 19:51 Dómstóll vék forseta Moldóvu frá embætti Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að víkja skildi Dodon vegna misfærslna í starfi en Dodon fygldi ekki úrskurði stjórnskipunardómstóls sem kvað á um að Dodon skildi rjúfa þing boða til nýrra þingkosninga fyrir ákveðinn tíma. 9. júní 2019 09:48 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Bandalag flokka, sem ýmist berjast fyrir nánari samskiptum Moldóvu við ESB eða Rússland, virðast hafa haft betur í baráttunni um völd í landinu eftir að starfandi ríkisstjórn landsins samþykkti að fara frá fyrr í dag. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera. Pattstaða hefur verið í moldóvskum stjórnmálum síðustu misserin eftir þingkosningarnar í febrúar þar sem enginn flokkur eða flokkabandalag náði hreinum meirihluta. Mikil spenna skapaðist svo í síðustu viku þegar tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir – Sósíalistaflokkurinn, sem berst fyrir nánari samskiptum við Rússland, og ACUM, sem stefnir að ESB-aðild landsins – hófu óvænt samstarf og mynduðu nýjan meirihluta á þingi og stjórn.Tvær ríkisstjórnir starfandi Starfandi ríkisstjórn Pavel Filip forsætisráðherra, sem var við völd fyrir kosningar, neitaði hins vegar að fara frá, þannig að segja má að tvær ríkisstjórnir hafi verið starfandi í landinu á sama tíma. Sagði Filip að frestur hafi verið liðinn til að mynda nýja stjórn og dró hann þannig lögmæti stjórnar Sósíalista og ACUM í efa. Síðastliðinn sunnudag þrýsti Demókrataflokkurinn svo stjórnlagadómstól landsins til að skipa starfandi forsætisráðherra, Filip, nýjan forseta landsins. Tók hann þá sæti Igor Dodon sem er meðlimur í Sósíalistaflokknum. Fyrsta verk Filip var að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Fulltrúar Sósíalistaflokksins og ACUM fordæmdu hins vegar embættisverk Filip. Stór hluti alþjóðasamfélagsins fordæmdi sömuleiðis þá stöðu sem upp var komin í landinu.Pavel Filip hefur nú látið af embætti.EPAFyrr í dag greindi hins vegar Filip, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2016, að hann myndi fara frá. Hann kallaði þó nýja stjórn „ólöglega“ og sagði hana vera stjórnað af rússneskum stjórnmálum. Væri rétt nýjar kosningar færu fram í landinu við fyrsta tækifæri. „Við munum ganga í stjórnarandstöðu,“ sagði Vladimir Cebotari, varaformaður Lýðræðisflokksins, flokks Filip, í sjónvarpsviðtali fyrr í dag. „Að ríkisstjórnin fari frá er eina mögulega og lögmæta lausnin til að koma í veg fyrir stjórnmálakrísu í landinu.“„Moldóva er loksins frjáls“ Í kosningnunum í febrúar varð Sósíalistaflokkurinn, flokkur forsetans Igor Dodon, stærstur, Demókrataflokkur Filip forsætisráðherra annar, og ACUM þriðji. „Ég er með skilaboð til alls heimsins: Moldóva er loksins frjáls,“ sagði Maia Sandu, leiðtogi ACUM og nýr forsætisráðherra landsins, eftir að tilkynnt var um afsögn Filip. Sandu er áttundi forsætisráðherra landsins frá árinu 2013. Spillingarmál hafa verið áberandi í Moldóvu síðustu ár og greindi ESB frá því fyrir nokkrum mánuðum að lokað yrði á styrki til landsins vegna þessa. Fjölmargir íbúar hafa flúið land í leit að atvinnu, en Moldóva er eitt fátækasta ríki álfunnar – staðsett milli Rúmeníu og Úkraínu.
Fréttaskýringar Moldóva Tengdar fréttir Pólitískt neyðarástand í Moldóvu stigmagnast Pavel Filip, bráðabirgðaforseti Moldóvu, hefur rofið þing og boðað til skyndikosninga þann 6. september. Þingið hefur lýst þingrofunum sem ólöglegum og hafa sagt ríkisstofnanir Moldóvu verið teknar með valdi. 9. júní 2019 19:51 Dómstóll vék forseta Moldóvu frá embætti Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að víkja skildi Dodon vegna misfærslna í starfi en Dodon fygldi ekki úrskurði stjórnskipunardómstóls sem kvað á um að Dodon skildi rjúfa þing boða til nýrra þingkosninga fyrir ákveðinn tíma. 9. júní 2019 09:48 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Pólitískt neyðarástand í Moldóvu stigmagnast Pavel Filip, bráðabirgðaforseti Moldóvu, hefur rofið þing og boðað til skyndikosninga þann 6. september. Þingið hefur lýst þingrofunum sem ólöglegum og hafa sagt ríkisstofnanir Moldóvu verið teknar með valdi. 9. júní 2019 19:51
Dómstóll vék forseta Moldóvu frá embætti Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að víkja skildi Dodon vegna misfærslna í starfi en Dodon fygldi ekki úrskurði stjórnskipunardómstóls sem kvað á um að Dodon skildi rjúfa þing boða til nýrra þingkosninga fyrir ákveðinn tíma. 9. júní 2019 09:48