Íslenski boltinn

Rúnar: Sennilega okkar besti leikur

Þór Símon Hafþórsson skrifar
Rúnar Kristinsson er þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson er þjálfari KR. vísir/ernir

KR fór á toppinn á Pepsi Max deildinni eftir sterkan sigur á ÍA á Akranesi. KR vann leikinn þægilega 3-1.

„Ég er gríðarlega ánægður. Við vorum frábærir í dag og það þurfti til þess að vinna spræka og góða Skagamenn,“ sagði ánægður Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.

Skagamenn áttu fá svör við leik KR og engu líkara nema að gestirnir hefðu náð að nýta landsleikjahléið vel í að kortleggja andstæðingin.

„Við fylgjumst með þeim eins og öllum öðrum liðum. Ég held að ég sé engin undantekning frekar en aðrir þjálfarar í deildinni. Við reynum allir að lesa í andstæðingin og finna lausnir. Okkar heppnaðist vel í dag,“ sagði Rúnar og bætti við: „Þetta var sennilega okkar besti leikur í sumar.

Rúnar hrósaði svo Tobias Thomsen vel og mikið en daninn skoraði þriðja mark KR-inga í dag.

„Ég hef verið ofsalega ánægður með hann. Hann hleypur mikið og er búinn að átta sig á að hann verði að hafa fyrir hlutanum. Hann skoraði flott mark og skilar alltaf mikilli vinnu fyrir okkur.“

Rúnar hrósaði svo Óskari Erni sem átti frábæran leik í dag og skoraði og lagði upp eitt og var valinn maður leiksins.

„Óskar hefur verið frábær. Honum líður vel. Er með mikið sjálfstraust og fær að leika lausum hala svo lengi sem hann hleypur til baka í vörninni. Hann er að skora og leggja upp fyrir okkur,“ sagði Rúnar um Óskar sem hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í sumar.

KR er nú komið á topp Pepsi deildarinnar sem er einmitt þar sem Vesturbæjarstóveldið telur sig eiga heima, eða hvað?

„Það er alltaf stefnan að hanga á toppnum en það er nóg eftir en það er gott að vera þar sem við erum núna.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.