Erlent

Bilun olli rafmagnsleysi í nær allri Argentínu og í Úrúgvæ

Andri Eysteinsson skrifar
Viðgerðalok eru áætluð eftir þó nokkra tíma.
Viðgerðalok eru áætluð eftir þó nokkra tíma. Getty/Lalo Yasky
Bilun í rafmagnskerfi í Argentínu olli því að nær gervöll Argentína ásamt Úrúgvæ glímir nú við rafmagnsleysi. Yfirvöld hafa greint frá því að orsök bilunarinnar liggi ekki fyrir að svo stöddu.BBC greinir frá því að klukkan 7 að staðartíma, (klukkan 10 á íslenskum tíma), hafi bilunin orðið en yfirvöld telja að viðgerðir geti staðið yfir í allt að átta klukkustundir.Raforkufyrirtækið Edesur sagði í yfirlýsingu á Twitter að „Stórvægileg bilun í rafmagnskerfi olli því að öll Argentína og Úrúgvæ í heild sinni eru rafmagnslaus.“Alejandra Martinez, talskona fyrirtækisins greindi frá því að bilun sem þessi væri fordæmalaus með öllu, slíkt hafi aldrei áður komið upp í þessum stærðarflokki.Um 48 milljónir manna í löndunum tveimur eru því án rafmagns en tekist hefur að koma rafmagni á hluta Buenos Aires og tveir argentínskir flugvelli eru starfandi fyrir rafölum sem til voru.Áhrifa rafmagnsleysisins gætir víða en dreifing drykkjarvatns hefur stöðvast og þá eiga sveitastjórnarkosningar að fara fram í Argentínu í dag, kjósendur virðast ekki láta myrkrið stoppa sig og hafa greitt atkvæði sín í myrkri á kjörstöðum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.