Erlent

Ung­lingum í Liver­pool boðnar háar fjár­hæðir fyrir hnífa­á­rásir

Sylvía Hall skrifar
Frá vettvangi stunguárásar.
Frá vettvangi stunguárásar. Vísir/Getty
Í BBC-hlaðvarpinu Beyond Today kom fram að unglingum í Liverpool hefur verið boðið allt að þúsund pund gegn því að stinga önnur ungmenni. Koma tilboðin mestmegnis frá foringjum glæpahringja sem vilja forðast að framkvæma sjálfir árásirnar. BBC greinir frá.

Upphæðin samsvarar um það bil 160 þúsund íslenskum krónum og hafa ásakanirnar um þessa háttsemi verið tengdar við að minnsta kosti eina nýlega hnífaárás í borginni. Lögreglan í Merseyside segist vera meðvituð um að skipulagðir glæpahringir væru að nota ofbeldi til þess að leysa deilur.

Sjá einnig: Tveir unglingar myrtir með tólf mínútna millibili í London

Í yfirlýsingu frá lögreglu var ásökununum ekki beinlínis svarað en þó var tekið fram að slíkir glæpahringir hefðu orð á sér fyrir að misnota ungt og viðkvæmt fólk til þess að selja eiturlyf og fá það til þess að fremja ofbeldisverk.

Unglingarnir sem komu fram í hlaðvarpinu sögðust einnig þekkja dæmi þess að fólk færi og fylgdist með slagsmálum þar sem hnífar væru notaðir. Slagsmálin væru skipulögð í þeim tilgangi að útkljá ósætti manna á milli.

Yfir 22 þúsund glæpir tengdir hnífum voru skráðir hjá lögreglunni í Bretlandi á síðasta ári og var ein mesta fjölgun slíkra glæpa í umdæmi lögreglunnar í Merseyside, um það bil 35 prósent. Voru atvik tengd hnífaglæpum rúmlega tólf hundruð í umdæminu á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Hnífaæði meðal breskra unglinga

Sífellt fleiri breskir unglingar ganga nú um vopnaðir hnífum og hafa þarlend yfirvöld látið í ljós áhyggjur af þróuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×