Erlent

Vilja málmleitarhlið í alla skóla í London

Sérstöku eftirliti er haldið úti í borginni vegna tíðra hnífaárása.
Sérstöku eftirliti er haldið úti í borginni vegna tíðra hnífaárása. vísir/getty

Breska lögreglan vill að málmleitarhlið verði sett upp í öllum skólum í Lundúnum. Ástæðan er tíðar hnífaárásir ungmenna í borginni en þær eru orðnar 17 talsins það sem af er þessu ári og hefur fjölgað um 24 prósent frá fyrra ári.

Lögreglan heldur nú úti sérstöku eftirliti vegna árásanna og hefur lögreglumönnum á vakt verið fjölgað.

Fram kemur á vef Guardian að verið sé að rannsaka hvað valdi þessari árásarhrinu í borginni. Þá eigi árásir í suðurhluta London sér flestar stað að degi til, eftir að skóladegi lýkur, og við lestar- eða strætóstöðvar. Annað sé hins vegar uppi á teningnum í norðurhluta borgarinnar þar sem árásirnar séu oftast gerðar að næturlagi og að þar séu gerendur eldri.

Alls létu 49 ungmenni, undir 25 ára aldri, lífið eftir hnífstunguárásir í London í fyrra. Síðasta árás var gerð í gær með þeim afleiðingum að 23 ára karlmaður lést. Sex voru stungnir til bana síðustu vikuna í apríl.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.