Erlent

Indverskur töframaður talinn hafa drukknað eftir Houdini brellu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Töframaðurinn Chanchal Lahiri áður en hann reyndi brellu töframannsins Harry Houdini.
Töframaðurinn Chanchal Lahiri áður en hann reyndi brellu töframannsins Harry Houdini. skjáskot
Indverskur töframaður, sem reyndi að endurgera víðfræga brellu töframannsins Harry Houdini með því að fara út í á bundinn hlekkjum, er talinn látinn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.Chanchal Lahiri ætlaði að sleppa úr fjötrum sínum og synda í land en komst aldrei upp úr Hooghly ánni í ríkinu Vestur Bengal.Áhorfendur sem höfðu safnast saman til að horfa á hann hverfa ofan í ána á sunnudag tilkynntu málið til lögreglu sem nú leita hans.Lahiri, sem einnig er þekktur sem Mandrake, var slakað ofan í ána af báti.Hann var bundinn keðjum sem var læst með sex hengilásum og fylgdust áhorfendur með honum af tveimur bátum. Hópur fólks hafði einnig safnast saman á árbakkanum og einhverjir fylgdust með af Howrah brúnni í Kolkata.Lögregla, ásamt kafarateymi, leituðu í ánni en hafa enn ekki fundið töframanninn. Einn lögreglumannanna sagði í samtali við Hindustan Times dagblaðið að ekki yrði staðhæft um andlát Lahiri fyrr en lík hans myndi finnast.Jayanta Shaw, myndatökumaður hjá fréttamiðli á sæðinu, fylgdist með Lahiri þegar hann reyndi brelluna. Hann sagði í samtali við BBC að hann hafi rætt við töframanninn áður en hann byrjaði brelluna.„Ég spurði hann hvers vegna hann hætti lífi sínu fyrir töfra,“ sagði Shaw. „Hann brosti og sagði, „ Ef ég geri þetta rétt, eru þetta töfrar. Ef ég geri mistök verður þetta harmleikur.“Töframaðurinn sagði við hann að hann vildi gera brelluna í von um að „endurvekja áhugann á töfrum.“Þetta er ekki fyrsta skipti sem Lahiri reynir áhættusamt atriði í vatni.Fyrir 20 árum síðan fór hann ofan í þessa sömu á í glerkassa en náði að sleppa óskaddaður.Shaw hafði einnig verið á staðnum þegar það atriði fór fram.„Ég hélt að hann myndi aldrei koma upp úr vatninu í þetta skiptið,“ sagði hann.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.