Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong

Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. Þetta gerði hann eftir að hafa losnað úr fangelsi. Frá málinu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.
Wong er 22 ára gamall og var hann einn helsti baráttumannanna í mótmælum í Hong Kong árið 2014 þar sem kallað var eftir að héraðið kysi sína eigin leiðtoga.
Nú hafa íbúar héraðsins flykkst aftur út á stræti Hong Kong borgar og mótmæla í þetta skiptið umdeildu lagafrumvarpi sem myndi leyfa framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu.
Sjá einnig: Risa mótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps
Sjá einnig: Tugir þúsunda mótmæla enn í Hong Kong
Kína hefur lýst yfir áframhaldandi stuðningi við Lam.
Skipuleggjendur segja að meira en tvær milljónir manna hafi verið á mótmælunum á sunnudag, þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ákveðið að fresta innleiðingu laganna. Lögregla segir mótmælendur hafa verið í kring um 338 þúsund.
Tengdar fréttir

Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili
Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá

Mótmælendur ýmist skelkaðir eða særðir vegna framgöngu lögreglu
Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína.

Brugðust við fjöldamótmælum með táragasi og háþrýstidælum
Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Hong Kong.

Umdeildu lagafrumvarpi mótmælt í Hong Kong
Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína.