Enski boltinn

Everton óskar nýgiftum „Sigurdssons“ til hamingju

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alexandra og Gylfi á góðri stundu.
Alexandra og Gylfi á góðri stundu. vísir/getty

Gylfi Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir gengu í það heilaga á Ítalíu um helgina og hamingjuóskunum hefur rignt yfir þau.

Gylfi leikur með Everton á Englandi og bláklædda liðið í Bítlaborginni er eitt þeirra sem óskar Gylfa og Alexöndru til hamingju.

Brúðkaupið var hið glæsilegasta á Como á Ítalíu en Gylfi mætir aftur til vinnu í júlímánuði er undirbúningstímabilið hjá Everton hefst.

Everton er vel með á nótunum því í fyrradag óskaði Everton einnig Íslendingum til hamingju með þjóðhátíðardaginn.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.