Lífið

Alexandra og Gylfi með einkaþotu til Como

Atli Ísleifsson skrifar
Alexandra Helga og Gylfi Þór á EM 2016.
Alexandra Helga og Gylfi Þór á EM 2016. Getty

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, héldu til Como í einkaflugvél í dag, en þau munu ganga í það heilaga um helgina.

Alexandra og Gylfi birtu bæði mynd af sér á Instagram í kvöld þar sem sást til þeirra haldandi á hundi í flugvélinni.

„Getur ekki gift sig án þessa,“ segir Gylfi og bætir við hundatákni. Alexandra segir hins vegar með sinni mynd að það sé „formlega komin brúðkaupshelgi“.

Fjölskylda og vinir þeirra Gylfa og Alexöndru flykkjast nú til Como líkt og Vísir sagði frá fyrr í dag, sem er að finna í norðurhluta Ítalíu.

 
 
 
View this post on Instagram
Can’t get married without this one
A post shared by Gylfi Sigurdsson (@gylfisig23) on
 
 
 
View this post on Instagram
It’s officially wedding weekend
A post shared by @ alexandrahelga on


Tengdar fréttir

Lögð af stað í brúðkaup ársins

Vinir og vandamenn Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og unnusta hennar, knattspyrnuhetjunnar Gylfa Þórs Sigurðssonar, flykkjast nú í stórum stíl til Como vatns í norður Ítalíu, þar mun fara fram brúðkaup Gylfa og Alexöndru, brúðkaup sem kallað hefur verið brúðkaup ársins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.