Týndar töskur rétt fyrir brottför í brúðkaup aldarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2019 11:15 Alexandra og Gylfi nýtrúlofuð við sjóinn á Bahamaeyjum. Instagram/@gylfisig23 Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður og Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta hans, munu ganga í það heilaga í Como á Ítalíu næstu helgi. „Fall er fararheill,“ myndu sumir segja en Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans lentu í því að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu, hvar brúðkaupið verður. Ljóst er að margt verður um manninn í þessu sannkallaða stjörnubrúðkaupi en ætla má að margir landsliðsmenn og spúsur þeirra verði viðstaddir brúðkaupið, auk margra þeirra heimsklassa knattspyrnumanna sem Gylfi hefur spilað með í gegn um tíðina. Ljóst er að boðsgestir eru þegar farnir að ferðbúast en Alexandra er þegar komin til Ítalíu ásamt fríðu föruneyti. Gylfi Þór er þó hér á landi sem stendur en hann verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Tyrkjum á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Gylfi er á mála hjá enska knattspyrnuliðinu Everton frá Liverpool-borg en Alexandra er hvað þekktust fyrir skartgripahönnun sína auk þess sem hún er menntuð í náttúrulegri eldamennsku.Parið trúlofaði sig á Bahamaeyjum síðastliðið sumar og senn líður að stóra deginum. Í aðdraganda brúðkaupsins hefur Alexandra verið dugleg að deila tilhlökkun sinni og vinkvenna sinna með fylgjendum sínum á Instagram eins og sjá má neðst í fréttinni, en Alexandra og kærustur og eiginkonur liðsmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa náð vel saman. Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans, Pattra Sriyanonge, lentu í þeirri óskemmtilegu reynslu að töskur þeirra týndust í gær, aðeins sólarhring fyrir brottför til Ítalíu eins og sjá má hér að neðan. Þegar þetta er skrifað er Pattra nýbúin að greina fylgjendum sínum frá því að töskurnar eru enn ófundnar, nokkrum tímum fyrir brottför.Móeiður Lárusdóttir, kærasta Harðar Björgvins Magnússonar, lögð af stað til móts við brúðina.Instagram/@moeidurÁhrifavaldurinn Fanney Ingvarsdóttir lætur sig ekki vanta.instagram/@fanneyingvarsPattra Sriyanonge, kærasta Thedórs Elmars Bjarnasonar, grínast með grenningarátak fyrir brúðkaupið.instagram/@trendpattraÞau Theodór Elmar og Pattra lentu í þeim óskemmtilegheitum að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu.Instagram/@trendpattra Samfélagsmiðlar Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður og Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta hans, munu ganga í það heilaga í Como á Ítalíu næstu helgi. „Fall er fararheill,“ myndu sumir segja en Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans lentu í því að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu, hvar brúðkaupið verður. Ljóst er að margt verður um manninn í þessu sannkallaða stjörnubrúðkaupi en ætla má að margir landsliðsmenn og spúsur þeirra verði viðstaddir brúðkaupið, auk margra þeirra heimsklassa knattspyrnumanna sem Gylfi hefur spilað með í gegn um tíðina. Ljóst er að boðsgestir eru þegar farnir að ferðbúast en Alexandra er þegar komin til Ítalíu ásamt fríðu föruneyti. Gylfi Þór er þó hér á landi sem stendur en hann verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Tyrkjum á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Gylfi er á mála hjá enska knattspyrnuliðinu Everton frá Liverpool-borg en Alexandra er hvað þekktust fyrir skartgripahönnun sína auk þess sem hún er menntuð í náttúrulegri eldamennsku.Parið trúlofaði sig á Bahamaeyjum síðastliðið sumar og senn líður að stóra deginum. Í aðdraganda brúðkaupsins hefur Alexandra verið dugleg að deila tilhlökkun sinni og vinkvenna sinna með fylgjendum sínum á Instagram eins og sjá má neðst í fréttinni, en Alexandra og kærustur og eiginkonur liðsmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa náð vel saman. Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans, Pattra Sriyanonge, lentu í þeirri óskemmtilegu reynslu að töskur þeirra týndust í gær, aðeins sólarhring fyrir brottför til Ítalíu eins og sjá má hér að neðan. Þegar þetta er skrifað er Pattra nýbúin að greina fylgjendum sínum frá því að töskurnar eru enn ófundnar, nokkrum tímum fyrir brottför.Móeiður Lárusdóttir, kærasta Harðar Björgvins Magnússonar, lögð af stað til móts við brúðina.Instagram/@moeidurÁhrifavaldurinn Fanney Ingvarsdóttir lætur sig ekki vanta.instagram/@fanneyingvarsPattra Sriyanonge, kærasta Thedórs Elmars Bjarnasonar, grínast með grenningarátak fyrir brúðkaupið.instagram/@trendpattraÞau Theodór Elmar og Pattra lentu í þeim óskemmtilegheitum að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu.Instagram/@trendpattra
Samfélagsmiðlar Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira