Íslenski boltinn

Yfir 500 krakkar í knattspyrnuskóla Barcelona á Kópavogsvelli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

520 krakkar á aldrinum 10-16 ára eru í knattspyrnuskóla Barcelona á Kópavogsvelli. Slíkur var áhuginn að færri komust að en vildu.

Þetta er í fjórða sinn sem Barcelona-skólinn er starfræktur í samstarfi við knattspyrnuakademíu Íslands og fjöldinn eykst með hverju ári. Í fyrra voru um 400 á námskeiðinu.

Sextíu voru á biðlista í ár.

Ruben Morales, þjálfari 10-12 ára drengja hjá Barcelona, er á meðal þjálfara á námskeiðinu og segir það hafa komið sér á óvart hversu góðir íslensku krakkarnir séu.

„Þetta kom mér á óvart því mér finnst þau á mjög háu stigi, ekki bara strákarnir heldur stelpurnar líka. Þau hafa mikla færni og ná að skilja okkar leikstíl á tveimur dögum,“ sagði Morales við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Umfjöllun Arnars um knattspyrnuskólann má sjá í myndbandsglugganum hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.