Íslenski boltinn

Selfoss áfram eftir framlengingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Selfyssingar fagna
Selfyssingar fagna fréttablaðið/sigtryggur
Selfoss tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna eftir framlengingu gegn Stjörnunni í Garðabæ.

Það voru Selfyssingar sem byrjuðu betur á Samsungvellinum, Grace Rapp kom þeim yfir á 19. mínútu eftir sendingu frá Barbáru Sól Gísladóttur.

Heimakonur jöfnuðu hins vegar fjórum mínútum síðar og það var Jana Sól Valdimarsdóttir sem átti jöfnunarmarkið. Staðan var jöfn 1-1 í hálfleik og þegar leið á leikinn stefndi allt í framlengingu.

Grace Rapp skoraði hins vegar á 90. mínútu leiksins eftir að Eva Lind Elíasdóttir átti skot í slána. Rapp virtist vera að skjóta Selfyssingum áfram en þá jafnaði Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir fyrir Stjörnuna.

Mikil dramatík í lok venjulegs leiktíma og grípa þurfti til framlengingar.

Barbára Sól skoraði fyrir Selfoss strax í upphafi framlengingarinnar. Gestirnir náðu að halda út og lauk leik með 3-2 sigri Selfyssinga sem fara áfram í 8-liða úrslitin.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×