Fótbolti

Carragher rifjaði upp ummæli Neville sem hafa elst illa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carragher með varnartröllinu Virgil van Dijk eftir úrslitaleikinn í gær.
Carragher með varnartröllinu Virgil van Dijk eftir úrslitaleikinn í gær. vísir/getty
Eftir að Liverpool varð Evrópumeistari í gær gat Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður liðsins, ekki stillt sig um að skjóta aðeins á félaga sinn, Gary Neville.

Carragher birti skjáskot á Twitter af ummælum Nevilles eftir fyrri leik Liverpool og Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eftir hann sagði Neville að Liverpool ætti að gleyma Meistaradeildinni.

Ummælin líta ekkert sérstaklega vel út núna og Carragher undirstrikaði það með ógrynni af viðeigandi lyndistáknum eins og sjá má hér að neðan.



Carragher og Neville, sem voru svarnir fjendur þegar þeir léku með Liverpool og Manchester United á árum áður, hafa unnið saman á Sky Sports undanfarin ár. Þeir hafa m.a. verið með hinn vinsæla þátt, Monday Night Football.

Carragher og Neville eru einnig ófeimnir að skjóta hvorn á annan eins og sást á Twitter í gær.

Carragher lék með Liverpool allan sinn feril og varð Evrópumeistari með liðinu 2005.


Tengdar fréttir

Forsætisráðherra fagnar því að bikarinn sé kominn heim

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, er eldheitur stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool sem fyrr í kvöld varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins með sigri á Tottenham á Metropolitano-vellinum í Madríd.

Origi: Þetta er ólýsanlegt

Divock Origi kom af bekknum og gulltryggði sigur Liverpool á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×