Fótbolti

Klopp: Venjulega er ég orðinn hálf fullur 20 mínútum eftir leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klopp var tolleraður í leikslok.
Klopp var tolleraður í leikslok. vísir/getty

Jürgen Klopp var að vonum himinlifandi eftir að hafa stýrt Liverpool til sigurs á Tottenham, 0-2, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

„Venjulega er ég orðinn hálf fullur 20 mínútum eftir leik en núna hef ég bara fengið mér vatn,“ sagði Klopp í léttum dúr í leikslok.

Hann kvaðst stoltur af sínu liði sem sýndi mikla þrautseigju í úrslitaleiknum.

„Ég er svo ánægður fyrir hönd strákanna. Þeir þjást fyrir mig og eiga þetta meira skilið en ég,“ sagði Klopp.

„Hefurðu einhvern tímann séð lið berjast svona sem á ekkert eftir á tankinum. Svo erum við með markvörð [Alisson] sem lætur allt líta út fyrir að vera auðvelt. Þetta er besta kvöldið á ferli okkar.“

Þetta var fyrsti titilinn sem Liverpool vinnur undir stjórn Klopps en hann tók við liðinu haustið 2015.

„Þetta tók sinn tíma og er mikilvægt fyrir okkar þroska og þróun. Þetta hjálpar mikið og nú getum við haldið áfram. En eigendurnir settu aldrei neina pressu á mig,“ sagði Klopp að lokum.


Tengdar fréttir

Forsætisráðherra fagnar því að bikarinn sé kominn heim

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, er eldheitur stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool sem fyrr í kvöld varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins með sigri á Tottenham á Metropolitano-vellinum í Madríd.

Origi: Þetta er ólýsanlegt

Divock Origi kom af bekknum og gulltryggði sigur Liverpool á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.