Fótbolti

Hringdi beint í ólétta eiginkonu sína eftir úrslitaleikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alisson var fljótur að taka upp símann eftir úrslitaleikinn.
Alisson var fljótur að taka upp símann eftir úrslitaleikinn. vísir/getty
Alisson átti mjög góðan leik milli stanganna þegar Liverpool vann Tottenham, 0-2, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd í kvöld.

Eftir að bikarinn fór á loft dreif Alisson sig að hringja í eiginkonu sína, Nataliu Loewe. Hún gat ekki verið viðstödd úrslitaleikinn þar sem hún á von á sér hvað á hverju.

Loewe virtist vera í álíka mikilli sigurvímu og Alisson eftir leikinn eins og sjá má myndinni hér fyrir neðan.



Alisson og Loewe hafa verið gift síðan 2015 og eiga fyrir eina dóttur sem er tveggja ára. Lífið gæti því vart betra fyrir Alisson.

Hann fær þó ekki langt frí því hann er í brasilíska landsliðinu sem tekur þátt í Suður-Ameríkukeppninni sem hefst fjórtánda þessa mánaðar.


Tengdar fréttir

Forsætisráðherra fagnar því að bikarinn sé kominn heim

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, er eldheitur stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool sem fyrr í kvöld varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins með sigri á Tottenham á Metropolitano-vellinum í Madríd.

Origi: Þetta er ólýsanlegt

Divock Origi kom af bekknum og gulltryggði sigur Liverpool á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×