Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júní 2019 08:45 Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. Nordicphotos/AFP Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. Hingað til hefur ekki litið út fyrir að nokkur annar frambjóðandi nái að skáka Biden og ef fram heldur sem horfir mun hann tryggja sér útnefningu flokksins til forsetaframboðs fyrir kosningar næsta árs. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Real Clear Politics tekur saman mælist Biden með 34,8 prósent. Næstur er Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður og næstvinsælastur í síðasta forvali, með 16,4 prósent. Vinsældir Bidens hafa minnkað frá því hann tók kipp í könnunum eftir að hann tilkynnti formlega um framboð. Lítið er þó hægt að lesa í þá þróun enda mátti sjá sams konar tölur hjá öðrum frambjóðendum. Bandarískir stjórnmálaskýrendur hafa misjafna sýn á hvort þetta mikla forskot Bidens muni endast. Þykir sum sé annað hvort líklegt að Biden muni fatast flugið eða að hann muni sigla þessu heim líkt og Hillary Clinton gerði árið 2016 eftir að hafa leitt í könnunum alla kosningabaráttuna. The Washington Post hélt því fram að svo löngu fyrir kosningar væru kannanir óáreiðanlegar. Til að mynda hafi Joseph Lieberman leitt árið 2003 en ekki komist nærri sigri. Því er haldið fram að kappræðurnar gætu reynst Biden afar erfiðar og stuðlað að því að minnka forskot hans verulega. CNN sagði hins vegar í úttekt sinni fyrr í maí að tölfræðin á bak við fylgi Bidens væri líkari tölfræði þeirra sem leiddu og unnu en þeirra sem leiddu en töpuðu. Lykilatriðið þar er að fylgi Bidens í fyrstu forkosningaríkjunum, Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu, eru í samræmi við fylgið á landsvísu. Þannig gæti hann strax náð góðu forskoti. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. Hingað til hefur ekki litið út fyrir að nokkur annar frambjóðandi nái að skáka Biden og ef fram heldur sem horfir mun hann tryggja sér útnefningu flokksins til forsetaframboðs fyrir kosningar næsta árs. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Real Clear Politics tekur saman mælist Biden með 34,8 prósent. Næstur er Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður og næstvinsælastur í síðasta forvali, með 16,4 prósent. Vinsældir Bidens hafa minnkað frá því hann tók kipp í könnunum eftir að hann tilkynnti formlega um framboð. Lítið er þó hægt að lesa í þá þróun enda mátti sjá sams konar tölur hjá öðrum frambjóðendum. Bandarískir stjórnmálaskýrendur hafa misjafna sýn á hvort þetta mikla forskot Bidens muni endast. Þykir sum sé annað hvort líklegt að Biden muni fatast flugið eða að hann muni sigla þessu heim líkt og Hillary Clinton gerði árið 2016 eftir að hafa leitt í könnunum alla kosningabaráttuna. The Washington Post hélt því fram að svo löngu fyrir kosningar væru kannanir óáreiðanlegar. Til að mynda hafi Joseph Lieberman leitt árið 2003 en ekki komist nærri sigri. Því er haldið fram að kappræðurnar gætu reynst Biden afar erfiðar og stuðlað að því að minnka forskot hans verulega. CNN sagði hins vegar í úttekt sinni fyrr í maí að tölfræðin á bak við fylgi Bidens væri líkari tölfræði þeirra sem leiddu og unnu en þeirra sem leiddu en töpuðu. Lykilatriðið þar er að fylgi Bidens í fyrstu forkosningaríkjunum, Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu, eru í samræmi við fylgið á landsvísu. Þannig gæti hann strax náð góðu forskoti.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira