Staðgreiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaaksturs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2019 14:04 Eftir utanvegaaksturinn voru myndatökur næsta skref Instagram Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag. Þetta staðfestir Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri. Segir hann að litið hafi verið til umfangs skemmdanna sem urðu á jarðveginum við utanvegaaksturinn við ákvörðun upphæðar sektarinnar. Lágmarkssekt er 350 þúsund krónur samkvæmt lögum um um náttúruvernd. Ferðamaðurinn sem um ræðir er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. Hann hefur fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem hann honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. „Árás Íslendinga. Guð minn góður. Af hverju eruð þið svona reið,“ skrifaði hann á Instagram þar sem hann deildi þessum kveðjum Íslendinga. Tikhomirov þessi hefur um 318 þúsund fylgjendur á Instagram er förunautar hans eru með öllu minna, 11,600, 3,300 og 2,189 fylgjendur. Sigurður Jónas Þorbergsson, einn landeigenda Reykjahlíðar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að förin eftir utanvegaaksturinn eigi eftir að sjást en ekki sé vitað á þessari stundu hvernig viðgerðum verður háttað. Lögreglumál Samfélagsmiðlar Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00 Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag. Þetta staðfestir Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri. Segir hann að litið hafi verið til umfangs skemmdanna sem urðu á jarðveginum við utanvegaaksturinn við ákvörðun upphæðar sektarinnar. Lágmarkssekt er 350 þúsund krónur samkvæmt lögum um um náttúruvernd. Ferðamaðurinn sem um ræðir er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. Hann hefur fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem hann honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. „Árás Íslendinga. Guð minn góður. Af hverju eruð þið svona reið,“ skrifaði hann á Instagram þar sem hann deildi þessum kveðjum Íslendinga. Tikhomirov þessi hefur um 318 þúsund fylgjendur á Instagram er förunautar hans eru með öllu minna, 11,600, 3,300 og 2,189 fylgjendur. Sigurður Jónas Þorbergsson, einn landeigenda Reykjahlíðar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að förin eftir utanvegaaksturinn eigi eftir að sjást en ekki sé vitað á þessari stundu hvernig viðgerðum verður háttað.
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00 Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00
Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15