Erlent

Allt bendir til sigurs vinstri blokkarinnar í Danmörku

Sylvía Hall skrifar
Útlit er fyrir að Mette Frederiksen taki við sem forsætisráðherra.
Útlit er fyrir að Mette Frederiksen taki við sem forsætisráðherra. Vísir/Getty
Útgönguspár í dönsku þingkosningunum sýna að stjórn Lars Løkke Rasmussen sé fallin og vinstri blokkin nái þingmeirihluta.

Jafnaðarmannaflokkurinn er stærstur með 25,3% atkvæða eða 45 þingmenn og því líklegt að Mette Frederiksen taki við sem næsti forsætisráðherra Danmerkur.

Þá lítur út fyrir að Þjóðarflokkurinn muni tapa rúmlega helming af fyrra fylgi sínu en spár gera ráð fyrir um það bil 9,8% fylgi, samanborið við 21,1% í kosningunum árið 2015 og tapar þar með 19 þingmönnum og stendur eftir með 18. Þá mælist Venstre með 20,9% atkvæða eða 37 þingmenn.

Kosningaþátttaka er með betra móti en klukkan sex í dag að staðartíma höfðu rúm 74 prósent greitt atkvæði samanborið við 70 prósent í síðustu kosningum árið 2015.


Tengdar fréttir

Rauða blokkin er með góða forystu

Danir ganga að kjörborðinu næstkomandi miðvikudag. Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði að loknum kosningunum og rauða blokkin fái góðan meirihluta.

Danir ganga að kjörborðinu

Kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 21:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×