Enski boltinn

Arsenal vill samherja Arnórs og Harðar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chalov, til hægri, fagnar marki með Arnóri í leik með CSKA á síðustu leiktíð.
Chalov, til hægri, fagnar marki með Arnóri í leik með CSKA á síðustu leiktíð. vísir
Arsenal er eitt margra félaga í stærri deildum Evrópu sem fylgist með rússneska framherjanum, Fedor Chalov, sem leikur með Íslendingaliðinu CSKA í Moskvu.

Sky Sports greinir frá þessu á vef sínum í dag en þessi 21 árs gamli framherji er einnig sagður á óskalista Mónakó og Sevilla. Hann skoraði fimmtán mörk í 30 leikjum á síðustu leiktíð.

Hjá CSKA er hann samherji tveggja íslenskra landsliðsmanna en með liðinu leika Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson og Framarinn Hörður Björgvin Magnússon.

Chalov hefur gert það gott gegn Arsenal en skoraði er liðin mættust í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar tímabilið 2017/2018.

Hann kann vel við sig í Evrópukeppnum því hann skoraði einnig eitt marka CSKA í ótrúlegum 3-0 sigri liðsins á Real Madrid á Bernabeu í Meistaradeildinni í vetur.

Framherjinn á þrjú ár eftir af samningi sínum hjá rússneska félaginu en hann er einungis 21 árs gamall.

Hann spilaði sinn fyrsta landsleik í marsmánuði er hann kom við sögu í leik gegn Belgíu í undankeppni EM 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×