Íslenski boltinn

Þór sótti sigur gegn tíu Haukum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs.
Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs. vísir/ernir

Þór vann öruggan þriggja marka sigur á Haukum í Inkassodeild karla í kvöld.

Gestirnir að norðan komust yfir á Ásvöllum eftir 17 mínútna leik þegar Alvaro Montejo skoraði. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Haukar léku mest allan seinni hálfleikinn manni færri því Hafþór Þrastarson fékk rautt spjald, sitt seinna gula, á 59. mínútu fyrir tæklingu á Montejo.

Þórsarar nýttu liðsmuninn og settu tvö mörk á sex mínútna kafla stuttu seinna og gerðu út um leikinn.

Niðurstaðan 3-0 sigur Þórs í Hafnarfirði. Þór er nú með 12 stig líkt og topplið Fjölnis, en Fjölnismenn spila við Gróttu í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.