Erlent

Mann­tjón er bygginga­krani hrundi á hús í Dallas

Atli Ísleifsson skrifar
Kraninn skall á Elan City Lights-fjölbýlishúsið sem er að finna í miðborg Dallas.
Kraninn skall á Elan City Lights-fjölbýlishúsið sem er að finna í miðborg Dallas. AP

Einn er látinn og sex slösuðust alvarlega þegar byggingakrani hrundi á íbúðahús og bílastæðahús í Dallas fyrr í dag.

Mikið óveður gekk yfir borgina þegar slysið varð, en fulltrúar yfirvalda hafa þó enn ekki staðfest að óveðrinu hafi verið um að kenna.

Byggingakraninn fór í gegnum fjórar hæðir þegar hann skall á Elan City Lights-fjölbýlishúsið sem er að finna í miðborg Dallas.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.