Gróttumenn fyrstir til að vinna Keflavík Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 31. maí 2019 21:10 Gróttu-menn fagna marki mynd/fésbókarsíða Gróttu Nýliðar Gróttu urðu fyrsta liðið til þess að vinna Keflavík í Inkasso deild karla. Víkingur Ólafsvík tapaði sínum fyrsta leik fyrir Leikni og Fram hafði betur gegn Aftureldingu. Keflavík og Víkingur sátu á toppi Inkassodeildarinnar með 10 stig fyrir þessa umferð og án taps eftir fyrstu fjóra leikina. Bæði lið töpuðu hins vegar í kvöld. Nýliðar Gróttu hafa komið inn í deildina með nokkrum krafti og unnu Þórsara fyrir norðan á dögunum. Þeir áttu fyrsta orðið á Nettóvellinum í Keflavík þegar Sigurvin Reynisson kom þeim yfir á 19. mínútu. Elton Barros jafnaði metin fyrir Keflavík á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og allt jafnt þegar liðin gengu til búningsherbergja. Axel Freyr Harðarson kom Gróttu yfir á ný á 80. mínútu en það dró til tíðinda undir lok leiksins. Keflavík fékk víti á 88. mínútu en Hákon Rafn Valdimarsson varði vítið frá Ísaki Óla Ólafssyni. Í uppbótartíma fékk Grótta víti og Ingimundur Aron Guðnason var sendur af velli með rautt spjald. Ólviver Dagur Thorlacius náði hins vegar ekki að skora úr vítinu fyrir Gróttu. Það kom ekki að sök, Grótta fór með sterkan 2-1 sigur í Keflavík. Á Leiknisvellinum í Breiðholti gekk gestunum frá Ólafsvík illa að spila boltanum sín á milli og Leiknir fór með sterkan 2-0 sigur af hólmi. Sólon Breki Leifsson og Ignacio Heras Anglada skoruðu mörk Leiknis en þau komu á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik. Í Safamýrinni unnu heimamenn í Fram þægilegan sigur á Aftureldingu. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Helgi Guðjónsson kom bláklæddum yfir á 11. mínútu og Fred Saraiva tvöfaldaði forystuna áður en flautað var til hálfleiks. Már Ægisson fór langt með leikinn fyrir Fram á 61. mínútu en Afturelding svaraði mínútu seinna með marki frá Alexander Aroni Davorssyni. Gestirnir komust þó ekki nær og lauk leik með 3-1 sigri Fram. Keflavík og Víkingur halda toppsætunum í deildinni út kvöldið en Fjölnir getur farið á toppinn með sigri á Njarðvík á morgun. Grótta er komin með sjö stig og fer upp að hlið Njarðvíkur í fimmta sætinu. Leiknir sækir á toppliðin og er með níu stig eftir fimm leiki. Inkasso-deildin Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira
Nýliðar Gróttu urðu fyrsta liðið til þess að vinna Keflavík í Inkasso deild karla. Víkingur Ólafsvík tapaði sínum fyrsta leik fyrir Leikni og Fram hafði betur gegn Aftureldingu. Keflavík og Víkingur sátu á toppi Inkassodeildarinnar með 10 stig fyrir þessa umferð og án taps eftir fyrstu fjóra leikina. Bæði lið töpuðu hins vegar í kvöld. Nýliðar Gróttu hafa komið inn í deildina með nokkrum krafti og unnu Þórsara fyrir norðan á dögunum. Þeir áttu fyrsta orðið á Nettóvellinum í Keflavík þegar Sigurvin Reynisson kom þeim yfir á 19. mínútu. Elton Barros jafnaði metin fyrir Keflavík á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og allt jafnt þegar liðin gengu til búningsherbergja. Axel Freyr Harðarson kom Gróttu yfir á ný á 80. mínútu en það dró til tíðinda undir lok leiksins. Keflavík fékk víti á 88. mínútu en Hákon Rafn Valdimarsson varði vítið frá Ísaki Óla Ólafssyni. Í uppbótartíma fékk Grótta víti og Ingimundur Aron Guðnason var sendur af velli með rautt spjald. Ólviver Dagur Thorlacius náði hins vegar ekki að skora úr vítinu fyrir Gróttu. Það kom ekki að sök, Grótta fór með sterkan 2-1 sigur í Keflavík. Á Leiknisvellinum í Breiðholti gekk gestunum frá Ólafsvík illa að spila boltanum sín á milli og Leiknir fór með sterkan 2-0 sigur af hólmi. Sólon Breki Leifsson og Ignacio Heras Anglada skoruðu mörk Leiknis en þau komu á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik. Í Safamýrinni unnu heimamenn í Fram þægilegan sigur á Aftureldingu. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Helgi Guðjónsson kom bláklæddum yfir á 11. mínútu og Fred Saraiva tvöfaldaði forystuna áður en flautað var til hálfleiks. Már Ægisson fór langt með leikinn fyrir Fram á 61. mínútu en Afturelding svaraði mínútu seinna með marki frá Alexander Aroni Davorssyni. Gestirnir komust þó ekki nær og lauk leik með 3-1 sigri Fram. Keflavík og Víkingur halda toppsætunum í deildinni út kvöldið en Fjölnir getur farið á toppinn með sigri á Njarðvík á morgun. Grótta er komin með sjö stig og fer upp að hlið Njarðvíkur í fimmta sætinu. Leiknir sækir á toppliðin og er með níu stig eftir fimm leiki.
Inkasso-deildin Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira