Línur eru farnar að skýrast á toppi og botni deildarinnar Hjörvar Ólafsson skrifar 20. maí 2019 16:00 Stefán Teitur Þórðarson og Kolbeinn Þórðarson í baráttu um boltann á Kópavogsvellinum í gær. Vísir/Daníel Þrir leikir fóru fram í fimmtu umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu í gær en þar náði ÍA þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í toppslagnum gegn Breiðabliki, ÍBV og Víkingur skildu jöfn og KA hafði betur gegn Stjörnunni. Nú þegar fimmta umferð deildarinnar er hálfnuð er komin eilítil mynd á það hvaða lið munu berjast á toppi og botni deildarinnar og hvaða lið verða þar á milli. Breiðablik, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur byrjað leiktíðina vel þrátt fyrir að miklar breytingar hafi orðið inni á miðsvæði liðsins. Það munar miklu um að Gunnleifur Vignir Gunnleifsson er enn á milli stanganna hjá liðinu, varnarlínan er nánast sú sama og Thomas Mikkelsen, framherji liðsins, ákvað að taka allavega eitt tímabil enn hér á landi. Þá hafa leikmenn á borð við Kolbein Þórðarson, Höskuld Gunnlaugsson og Aron Bjarnason séð til þess að liðið saknar ekki þeirra fjölmörgu leikmana sem hurfu á braut frá Kópavogsliðinu í vetur. Guðjón Pétur Lýðsson hefur svo staðið sig vel í því að tengja saman miðjuspil og sóknarleik liðsins. Skagamenn tóku svo gott gengi liðsins frá undirbúningstímabilinu og nýliðarnir hafa byrjað mótið af miklum krafti. Liðið er massíft og gríðarleg liðsheild einkennir liðið. Liðið samanstendur mestmegnis af uppöldum Skagamönnum í bland við leikmenn sem hershöfðingjarnir Jóhannes Karl Guðjónsson og Sigurður Jónsson hafa valið af kostgæfni og smellpassa inn í liðið. Árni Snær Ólafsson leikur eins og leikstjórnandi í amerísku ruðningsliði í marki Skagamanna og þegar andstæðingar liðsins missa boltann er líkt og handboltalið hafi misst boltann og leikmenn ÍA útfæra skyndisóknir sínar eins og góð hraðaupphlaup í handbolta. Hornspyrnur Tryggva Hrafns Haraldssonar, sem kom til liðsins frá Halmstad í vetur, eru stórhættulegar, Óttar Bjarni Guðmundsson hefur fundið markaskó og Hörður Ingi Gunnarsson getur svo valdið usla bæði með skotum sínum og fyrirgjöfum utan af velli og með löngum innköstum sínum. Það ganga allir í takt hjá Skagaliðinu og það er einkar erfitt að brjóta liðið á bak aftur. Þegar andstæðingar liðsins tapa boltanum eftir vel útfærða pressu liðsins er svo voðinn vís eins og áður segir. Skagamenn dreymir um það að koma liðinu aftur í fremstu röð og það lítur út fyrir að liðið muni annaðhvort berjast um Íslandsmeistaratitilinn eða Evrópusæti hið minnsta fram á næsta haust. Framherjar deildarinnar þurfa að rífa sig upp en fimm leikmenn eru markahæstir með þrjú mörk hver. Af þeim er einungis einn hreinræktaður framherji. Nikolaj Hansen sem hefur skorað fimm mörk fyrir ungt, vel spilandi og skemmtilegt lið Víkings.Hinir eru Halldór Orri Björnsson sem hefur leikið sem framherji í hjáverkum fyrir FH, Hilmar Árni Halldórsson, sóknartengiliður Stjörnunnar, Hallgrímur Mar Steingrímsson, kantmaður KA-manna, og téður Kolbeinn, miðvallarleikmaður Breiðabliks. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira
Þrir leikir fóru fram í fimmtu umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu í gær en þar náði ÍA þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í toppslagnum gegn Breiðabliki, ÍBV og Víkingur skildu jöfn og KA hafði betur gegn Stjörnunni. Nú þegar fimmta umferð deildarinnar er hálfnuð er komin eilítil mynd á það hvaða lið munu berjast á toppi og botni deildarinnar og hvaða lið verða þar á milli. Breiðablik, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur byrjað leiktíðina vel þrátt fyrir að miklar breytingar hafi orðið inni á miðsvæði liðsins. Það munar miklu um að Gunnleifur Vignir Gunnleifsson er enn á milli stanganna hjá liðinu, varnarlínan er nánast sú sama og Thomas Mikkelsen, framherji liðsins, ákvað að taka allavega eitt tímabil enn hér á landi. Þá hafa leikmenn á borð við Kolbein Þórðarson, Höskuld Gunnlaugsson og Aron Bjarnason séð til þess að liðið saknar ekki þeirra fjölmörgu leikmana sem hurfu á braut frá Kópavogsliðinu í vetur. Guðjón Pétur Lýðsson hefur svo staðið sig vel í því að tengja saman miðjuspil og sóknarleik liðsins. Skagamenn tóku svo gott gengi liðsins frá undirbúningstímabilinu og nýliðarnir hafa byrjað mótið af miklum krafti. Liðið er massíft og gríðarleg liðsheild einkennir liðið. Liðið samanstendur mestmegnis af uppöldum Skagamönnum í bland við leikmenn sem hershöfðingjarnir Jóhannes Karl Guðjónsson og Sigurður Jónsson hafa valið af kostgæfni og smellpassa inn í liðið. Árni Snær Ólafsson leikur eins og leikstjórnandi í amerísku ruðningsliði í marki Skagamanna og þegar andstæðingar liðsins missa boltann er líkt og handboltalið hafi misst boltann og leikmenn ÍA útfæra skyndisóknir sínar eins og góð hraðaupphlaup í handbolta. Hornspyrnur Tryggva Hrafns Haraldssonar, sem kom til liðsins frá Halmstad í vetur, eru stórhættulegar, Óttar Bjarni Guðmundsson hefur fundið markaskó og Hörður Ingi Gunnarsson getur svo valdið usla bæði með skotum sínum og fyrirgjöfum utan af velli og með löngum innköstum sínum. Það ganga allir í takt hjá Skagaliðinu og það er einkar erfitt að brjóta liðið á bak aftur. Þegar andstæðingar liðsins tapa boltanum eftir vel útfærða pressu liðsins er svo voðinn vís eins og áður segir. Skagamenn dreymir um það að koma liðinu aftur í fremstu röð og það lítur út fyrir að liðið muni annaðhvort berjast um Íslandsmeistaratitilinn eða Evrópusæti hið minnsta fram á næsta haust. Framherjar deildarinnar þurfa að rífa sig upp en fimm leikmenn eru markahæstir með þrjú mörk hver. Af þeim er einungis einn hreinræktaður framherji. Nikolaj Hansen sem hefur skorað fimm mörk fyrir ungt, vel spilandi og skemmtilegt lið Víkings.Hinir eru Halldór Orri Björnsson sem hefur leikið sem framherji í hjáverkum fyrir FH, Hilmar Árni Halldórsson, sóknartengiliður Stjörnunnar, Hallgrímur Mar Steingrímsson, kantmaður KA-manna, og téður Kolbeinn, miðvallarleikmaður Breiðabliks.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira