Íslenski boltinn

Ólafur hefur aðeins náð í eitt stig í Krikanum sem þjálfari Vals

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Jóhannesson og Bjarni Ólafur Eiríksson fagna sigri eftir síðast leik í Árbænum
Ólafur Jóhannesson og Bjarni Ólafur Eiríksson fagna sigri eftir síðast leik í Árbænum vísir/daníel

Ólafur Jóhannesson var fyrsti maðurinn til að gera FH-liðið að Íslandsmeisturum en það hefur lítið gengið hjá honum í heimsóknum hans í Kaplakrika síðan þá. Ólafur og lærisveinar hans fá tækifæri til að breyta út frá þeirri venju í kvöld.

Íslandsmeistarar Valsmanna mæta í kvöld í Kaplakrika þar sem þeir spila við FH-inga í 5. umferð Pepsi Max deild karla. Valsmenn unnu sinn fyrsta sigur í sumar í síðustu umferð og geta með sigri komist sex stigum á eftir toppliði ÍA.

Leikur FH og Vals hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Kaplakriki hefur ekki verið uppáhaldsstaður Valsmanna síðasta áratuginn enda hefur liðið ekki unnið í Hafnarfirðinum í tólf ár.

Valsliðið hefur aðeins náð í eitt stig af tólf mögulegum á Kaplakrikavelli síðan að Ólafur Jóhannesson tók við liðinu fyrir 2015 tímabilið.

Ólafi hefur hingað til ekki tekist að yfirbuga Kaplakrika grýluna sem herjast hefur á Hlíðarendapilta í meira en áratug.

Eina stigið kom í 1-1 jafntefli í þriðju síðustu umferð haustið 2016 en stigið nægði FH-ingum til að verða Íslandsmeistarar daginn eftir þegar Blikum tókst ekki að vinna sinn leik.

Valsmenn unnu síðast sigur á FH í Kaplakrika 23. september 2007 en 2-0 sigur Hlíðarendaliðsins var lykilsigur þegar Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn þetta haust.

Síðan þá hafa Valsmenn aðeins náð í samtals 3 stig út úr ellefu deildarleikjum sínum á Kaplakrikavelli en FH-ingar hafa fengið 27 stig út úr þessum sömu leikjum.


Leikir Valsmanna í Kaplakrika undir stjórn Ólafs Jóhannessonar 2015-2018:

2018 - 0 stig (1-2 tap)      [Valur Íslandsmeistari]
2017 - 0 stig (1-2 tap)      [Valur Íslandsmeistari]
2016 - 1 stig (1-1 jafntefli)      [FH Íslandsmeistari]
2015 - 0 stig (1-2 tap)     [FH Íslandsmeistari]

Leikir Valsmanna í Kaplakrika 2007-2014:

2014 - 0 stig (1-2 tap)
2013 - 1 stig (3-3 jafntefli)
2012 - 0 stig (1-2 tap)          [FH Íslandsmeistari]
2011 - 0 stig (2-3 tap)
2010 - 1 stig (1-1 jafntefli)
2009 - 0 stig (0-2 tap)        [FH Íslandsmeistari]
2008 - 0 stig (0-3 tap)        [FH Íslandsmeistari]
2007 - 3 stig (2-0 sigur)         [Valur Íslandsmeistari]
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.