Fótbolti

Fyrrum leikmaður Chelsea tekur við skoska landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steve Clarke á hliðarlínunni með Kilmarnock.
Steve Clarke á hliðarlínunni með Kilmarnock. vísir/getty
Skotar eru búnir að finna nýjan landsliðsþjálfara en Steve Clarke skrifaði undir þriggja ára samning við skoska knattspyrnusambandið í dag.

Clarke hefur verið að gera fína hluti með Kilmarnock og stýrði liðinu í þriðja sætið í skosku úrvalsdeildinni í vetur.

„Þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég hef fulla trú á því að við séum með lið sem eigi að geta gert góða hluti. Það verður gaman að vinna með þeim,“ sagði Clarke en fyrsti leikur hans með liðið verður þann 8. júní gegn Kýpur.

Clarke er 55 ára gamall. Hann hóf atvinnumannaferil sinn hjá St. Mirren árið 1982 en fór svo yfir til Chelsea árið 1987. Þar var hann í ellefu ár og spilaði 330 leiki fyrir Chelsea áður en hann lagði skóna á hilluna.

Fyrsta aðalstarf Clarke var með WBA árið 2012. Hann fór yfir til Reading eftir eitt ár og entist einnig aðeins í eitt ár hjá Reading. Hann tók svo við Kilmarnock árið 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×