Helgi: Þurfum að fara að ranka við okkur Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2019 21:29 Helgi Sigurðsson vísir/bára „Þetta var mjög svekkjandi, að fá mark á sig aftur úr föstu leikatriði er ekki nógu gott hjá okkur. Leikurinn var mestmegnis jafn og bæði lið að gefa allt í þetta, mikil barátta og læti og ekki mikið um færi. Súrt að fá á sig mark í lokin,“ sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis eftir leikinn gegn Grindavík í kvöld. Rétt áður en Grindvíkingar komust yfir hafði Helgi skipt um menn í sókninni og sett Geoffrey Castillion inná sem byrjaði á bekknum í kvöld. „Við ætluðum að sækja til sigurs en við breyttum ekki það miklu, settum framherja fyrir framherja. Við þurfum auðvitað bara að dekka í föstum leikatriðum og þetta er hlutur sem þarf að vera í lagi að vera með einbeitingu í 90 mínútur. Það er ekki nóg að vera með það í 89 og okkur er refsað grimmilega fyrir svona mistök,“ bætti Helgi við en Fylkismenn eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum. „Það er nóg eftir af þessu móti en við þurfum að fara að ranka við okkur. Mér fannst frammistaðan verðskulda eitt stig að lágmarki. Maður getur verðskuldað og verðskuldað ekki, við áttum að fá fleiri stig gegn Val síðast en fengum ekkert. Þetta er bara spurning um einbeitingu og nýta færin þegar þau koma.“ Helgi er þó ekkert farinn að örvænta þrátt fyrir magra stigasöfnun undanfarið. „Ég hef ekkert áhyggjur af leik liðsins, við höfum ekki fengið á okkur mark úr opnum leik og liðin eru ekki að skapa mikið af færum á okkur. Ég hef smá áhyggjur af því að við séum ekki að skora nóg af mörkum og það er eitthvað sem við þurfum að finna svör við. Að öðru leyti er þetta jafnt mót og það er nóg eftir.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Fylkir 1-0 | Annar sigur Grindavíkur í röð Grindavík vann sinn annan sigur í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir lögðu Fylki á heimavelli í kvöld. Fylkismenn eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum. 20. maí 2019 21:45 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Sjá meira
„Þetta var mjög svekkjandi, að fá mark á sig aftur úr föstu leikatriði er ekki nógu gott hjá okkur. Leikurinn var mestmegnis jafn og bæði lið að gefa allt í þetta, mikil barátta og læti og ekki mikið um færi. Súrt að fá á sig mark í lokin,“ sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis eftir leikinn gegn Grindavík í kvöld. Rétt áður en Grindvíkingar komust yfir hafði Helgi skipt um menn í sókninni og sett Geoffrey Castillion inná sem byrjaði á bekknum í kvöld. „Við ætluðum að sækja til sigurs en við breyttum ekki það miklu, settum framherja fyrir framherja. Við þurfum auðvitað bara að dekka í föstum leikatriðum og þetta er hlutur sem þarf að vera í lagi að vera með einbeitingu í 90 mínútur. Það er ekki nóg að vera með það í 89 og okkur er refsað grimmilega fyrir svona mistök,“ bætti Helgi við en Fylkismenn eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum. „Það er nóg eftir af þessu móti en við þurfum að fara að ranka við okkur. Mér fannst frammistaðan verðskulda eitt stig að lágmarki. Maður getur verðskuldað og verðskuldað ekki, við áttum að fá fleiri stig gegn Val síðast en fengum ekkert. Þetta er bara spurning um einbeitingu og nýta færin þegar þau koma.“ Helgi er þó ekkert farinn að örvænta þrátt fyrir magra stigasöfnun undanfarið. „Ég hef ekkert áhyggjur af leik liðsins, við höfum ekki fengið á okkur mark úr opnum leik og liðin eru ekki að skapa mikið af færum á okkur. Ég hef smá áhyggjur af því að við séum ekki að skora nóg af mörkum og það er eitthvað sem við þurfum að finna svör við. Að öðru leyti er þetta jafnt mót og það er nóg eftir.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Fylkir 1-0 | Annar sigur Grindavíkur í röð Grindavík vann sinn annan sigur í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir lögðu Fylki á heimavelli í kvöld. Fylkismenn eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum. 20. maí 2019 21:45 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Fylkir 1-0 | Annar sigur Grindavíkur í röð Grindavík vann sinn annan sigur í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir lögðu Fylki á heimavelli í kvöld. Fylkismenn eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum. 20. maí 2019 21:45