Þór/KA frumsýnir íslenska landsliðskonu í stórleiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 16:00 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir í leik á móti Breiðabliki í fyrra þá sem leikmaður Stjörnunnar. Vísir/Vilhelm Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Þór/KA liðinu þegar norðankonur fá Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn á Þórsvöllinn. Leikur tveggja efstu liðanna á síðustu leiktíð hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þórdís Hrönn kemur til Þór/KA á láni frá sænska liðinu Kristianstads DFF en félögin gerðu tveggja mánaða lánssamning rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Þórdís Hrönn er fædd árið 1993. Hún á að baki 105 meistaraflokksleiki og skoraði í þeim 25 mörk með Stjörnunni (2016 og 2018) og Breiðabliki (2009-2013). Hún skipti yfir í sænska félagið frá Stjörnunni 1. febrúar 2019. Þórdís Hrönn var í síðasta landsliðshópi Íslands eða þegar kvennalandsliðið heimsótti Suður-Kóreu í apríl. Þar spilaði hún sína fyrstu A-landsleiki. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, kveðst gríðarlega ánægður með að fá leikmann eins og Þórdísi Hrönn til liðs við Þór/KA. „Þórdís er einn af þeim leikmönnum sem ég vildi fá fyrir þetta tímabil svo ég er mjög glaður að hún sé komin til okkar núna. Hún er mjög fjölhæf sem leikmaður og er hugsuð sem sóknarmaður inn í hópinn hjá okkur. Þórdís er örvfætt og með mjög góða tækni, auk þess sem hún er með mikla reynslu,“ sagði Halldór Jón í viðtali við heimasíðu Þórs. Þórdís Hrönn átti mjög gott tímabil með Þór/KA á síðustu leiktíð en hún var þá með 7 mörk og 10 stoðsendingar í 17 leikjum. Þórdís Hrönn var þá stoðsendingadrottning deildarinnar, gaf einni fleiri en þær Agla María Albertsdóttir hjá Breiðabliki og Stephany Mayor hjá Þór/KA. Það má segja að með þessum liðstyrk hafi Þór/KA náð loksins að fylla í skarða Söndru Maríu Jessen, besta leikmanns deildarinnar í fyrra, sem fór í vetur út í atvinnumennsku til þýska liðsins Bayer Leverkusen. Sandra María Jessen var með 14 mörk og 3 stoðsendingar í deildinni í fyrra. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari Þórs/KA um meistara Blika: Vorum betri en þær í fyrra og erum betri en þær í ár Einn af mikilvægari leikjum Íslandsmótsins í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í ár fer fram á Akureyri í kvöld og Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er yfirlýsingaglaður fyrir leikinn við Íslandsmeistara Breiðabliks. 21. maí 2019 11:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Þór/KA liðinu þegar norðankonur fá Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn á Þórsvöllinn. Leikur tveggja efstu liðanna á síðustu leiktíð hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þórdís Hrönn kemur til Þór/KA á láni frá sænska liðinu Kristianstads DFF en félögin gerðu tveggja mánaða lánssamning rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Þórdís Hrönn er fædd árið 1993. Hún á að baki 105 meistaraflokksleiki og skoraði í þeim 25 mörk með Stjörnunni (2016 og 2018) og Breiðabliki (2009-2013). Hún skipti yfir í sænska félagið frá Stjörnunni 1. febrúar 2019. Þórdís Hrönn var í síðasta landsliðshópi Íslands eða þegar kvennalandsliðið heimsótti Suður-Kóreu í apríl. Þar spilaði hún sína fyrstu A-landsleiki. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, kveðst gríðarlega ánægður með að fá leikmann eins og Þórdísi Hrönn til liðs við Þór/KA. „Þórdís er einn af þeim leikmönnum sem ég vildi fá fyrir þetta tímabil svo ég er mjög glaður að hún sé komin til okkar núna. Hún er mjög fjölhæf sem leikmaður og er hugsuð sem sóknarmaður inn í hópinn hjá okkur. Þórdís er örvfætt og með mjög góða tækni, auk þess sem hún er með mikla reynslu,“ sagði Halldór Jón í viðtali við heimasíðu Þórs. Þórdís Hrönn átti mjög gott tímabil með Þór/KA á síðustu leiktíð en hún var þá með 7 mörk og 10 stoðsendingar í 17 leikjum. Þórdís Hrönn var þá stoðsendingadrottning deildarinnar, gaf einni fleiri en þær Agla María Albertsdóttir hjá Breiðabliki og Stephany Mayor hjá Þór/KA. Það má segja að með þessum liðstyrk hafi Þór/KA náð loksins að fylla í skarða Söndru Maríu Jessen, besta leikmanns deildarinnar í fyrra, sem fór í vetur út í atvinnumennsku til þýska liðsins Bayer Leverkusen. Sandra María Jessen var með 14 mörk og 3 stoðsendingar í deildinni í fyrra.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari Þórs/KA um meistara Blika: Vorum betri en þær í fyrra og erum betri en þær í ár Einn af mikilvægari leikjum Íslandsmótsins í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í ár fer fram á Akureyri í kvöld og Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er yfirlýsingaglaður fyrir leikinn við Íslandsmeistara Breiðabliks. 21. maí 2019 11:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Þjálfari Þórs/KA um meistara Blika: Vorum betri en þær í fyrra og erum betri en þær í ár Einn af mikilvægari leikjum Íslandsmótsins í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í ár fer fram á Akureyri í kvöld og Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er yfirlýsingaglaður fyrir leikinn við Íslandsmeistara Breiðabliks. 21. maí 2019 11:30
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann