Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2019 13:38 Boeing hefur verið til náinnar skoðunar eftir tvö keimlík flugslys á skömmum tíma. Vísir/EPA Frönsk ekkja manns sem fórst með Boeing 737 Max-farþegaþotu Ethiopian Airlines í mars hefur stefnt bandaríska flugvélaframleiðandanum. Í stefnunni sakar hún Boeing um að hafa ekki gert flugmönnum nægilega grein fyrir hættu sem stafaði af sjálfstýringu vélarinnar. Enginn þeirra 157 sem voru um borð komust lífs af þegar þotan hrapaði nærri Addis Ababa. Þeirra á meðal var eiginmaður Nadege Dubois-Seex. Hún krefst 276 milljóna dollara í miskabætur frá Boeing, jafnvirði 34 milljarða íslenskra króna. Talið er að hugbúnaður sem átti að koma í veg fyrir ofris hafi stefnt þotunni ítrekað niður á við þar til hún brotlenti. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að stjórnendum Boeing hafi verið kunnugt um galla í sjálfstýringunni en að þeir hafi ekki gert flugmálayfirvöldum viðvart fyrr en eftir að samskonar þota indónesíska flugfélagsins Lion Air fórst með 189 manns um borð í október. Í stefnunni vísar lögmaður ekkjunnar til þess að yfir tvö hundruð tilkynningar um flugatvik hafi borist vegna skynjara sem sjálfstýring þotunnar reiddi sig á, að því er segir í frétt Reuters. „Enn og aftur hefur græðgi fyrirtækja sett hagnað ofar öryggi með sorglegum afleiðingum fyrir almenning,“ segir Nomaan Husain, bandarísku lögmaður konunnar. 737 Max-þoturnar voru kyrrsettar eftir seinna flugslysið. Boeing vonast til þess að koma þeim í loftið aftur í sumar þegar flugmálayfirvöld hafa lagt blessun sína yfir uppfærslu á hugbúnaði þeirra. Tugir fjölskyldna hafa stefnt Boeing vegna slyssins í Indónesíu og fleiri mál hafa verið höfðuð vegna mannskaðans í Eþíópíu sömuleiðis. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13 Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07 Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
Frönsk ekkja manns sem fórst með Boeing 737 Max-farþegaþotu Ethiopian Airlines í mars hefur stefnt bandaríska flugvélaframleiðandanum. Í stefnunni sakar hún Boeing um að hafa ekki gert flugmönnum nægilega grein fyrir hættu sem stafaði af sjálfstýringu vélarinnar. Enginn þeirra 157 sem voru um borð komust lífs af þegar þotan hrapaði nærri Addis Ababa. Þeirra á meðal var eiginmaður Nadege Dubois-Seex. Hún krefst 276 milljóna dollara í miskabætur frá Boeing, jafnvirði 34 milljarða íslenskra króna. Talið er að hugbúnaður sem átti að koma í veg fyrir ofris hafi stefnt þotunni ítrekað niður á við þar til hún brotlenti. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að stjórnendum Boeing hafi verið kunnugt um galla í sjálfstýringunni en að þeir hafi ekki gert flugmálayfirvöldum viðvart fyrr en eftir að samskonar þota indónesíska flugfélagsins Lion Air fórst með 189 manns um borð í október. Í stefnunni vísar lögmaður ekkjunnar til þess að yfir tvö hundruð tilkynningar um flugatvik hafi borist vegna skynjara sem sjálfstýring þotunnar reiddi sig á, að því er segir í frétt Reuters. „Enn og aftur hefur græðgi fyrirtækja sett hagnað ofar öryggi með sorglegum afleiðingum fyrir almenning,“ segir Nomaan Husain, bandarísku lögmaður konunnar. 737 Max-þoturnar voru kyrrsettar eftir seinna flugslysið. Boeing vonast til þess að koma þeim í loftið aftur í sumar þegar flugmálayfirvöld hafa lagt blessun sína yfir uppfærslu á hugbúnaði þeirra. Tugir fjölskyldna hafa stefnt Boeing vegna slyssins í Indónesíu og fleiri mál hafa verið höfðuð vegna mannskaðans í Eþíópíu sömuleiðis.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13 Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07 Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13
Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07
Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39
Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“