Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2019 15:53 Konur klæddar eins og þernur úr sjónvarpsþáttunum Dagbók þernunnar mótmæla ströngum þungunarrofslögum í ríkisþingi Missouri í síðustu viku. AP/Christian Gooden Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld verði að tryggja aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi. Bönn við því eins og þau sem hafa verið samþykkt í íhaldssömum ríkjum Bandaríkjanna undanfarið leiði til áhættusamra aðgerða sem geti ógnað lífi kvenna. Ríkisstjóri Alabama staðfesti ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna í síðustu viku. Þau myndu banna þungunarrof í öllum tilfellum nema þegar líf móður er í hættu. Áður hafði Georgía staðfest lög sem banna þungunarrof eftir að hjartsláttur fósturs hefur greinst. Það getur gerst strax í sjöttu viku, áður en margar konur vita að þær eru ófrískar. Þá er búist við því að ríkisstjóri Missouri staðfesti lög sem banna þungunarrof eftir áttundu viku meðgöngu í þessari viku. Fastlega er gert ráð fyrir að lögunum verði öllum skotið til Hæstaréttar Bandaríkjanna þar sem flutningsmenn þeirra treysta á að íhaldssamir dómarar felli úr gildi dómafordæmi sem réttur kvenna til þungunarrofs byggir á. Ravin Shamdasani, talskona mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, segir að gögn og reynslan sýni að blátt bann við þungunarrofi fækki ekki tilfellum heldur hreki konur í undirheimana þar sem lífi þeirra, heilsu og öryggi sé ógnað, að því er segir í frétt Reuters. „Við höfum miklar áhyggjur af því að nokkur bandarísk ríki hafi samþykkt lög sem takmarka verulega aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi, þar á meðal með því að gera það saknæmt bæði fyrir konurnar sjálfar og þá sem veita þungunarrof,“ segir Shamdasani. Boð og bönn af þessu tagi stuðli í eðli sínu að ójöfnuði. Þau komi frekar niður á snauðum konum en ríkum, konum úr minnihlutahópum eða öðrum jaðarhópum. „Því köllum við eftir því að Bandaríkin og öll önnur ríki tryggi að konur hafi aðgang að öruggu þungunarrofi. Að allra minnsta kosti í tilfelli nauðgana, sifjaspells og fósturgalla verður að vera öruggur aðgangur að þungunarrofi,“ segir talskonan. Lögin í Alabama veita ekki undanþágur í tilfelli nauðgana eða sifjaspells. Þá geta læknar sem framkvæma þungunarrof átt yfir höfði sér allt að 99 ár fangelsisdóm. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Þungunarrof Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld verði að tryggja aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi. Bönn við því eins og þau sem hafa verið samþykkt í íhaldssömum ríkjum Bandaríkjanna undanfarið leiði til áhættusamra aðgerða sem geti ógnað lífi kvenna. Ríkisstjóri Alabama staðfesti ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna í síðustu viku. Þau myndu banna þungunarrof í öllum tilfellum nema þegar líf móður er í hættu. Áður hafði Georgía staðfest lög sem banna þungunarrof eftir að hjartsláttur fósturs hefur greinst. Það getur gerst strax í sjöttu viku, áður en margar konur vita að þær eru ófrískar. Þá er búist við því að ríkisstjóri Missouri staðfesti lög sem banna þungunarrof eftir áttundu viku meðgöngu í þessari viku. Fastlega er gert ráð fyrir að lögunum verði öllum skotið til Hæstaréttar Bandaríkjanna þar sem flutningsmenn þeirra treysta á að íhaldssamir dómarar felli úr gildi dómafordæmi sem réttur kvenna til þungunarrofs byggir á. Ravin Shamdasani, talskona mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, segir að gögn og reynslan sýni að blátt bann við þungunarrofi fækki ekki tilfellum heldur hreki konur í undirheimana þar sem lífi þeirra, heilsu og öryggi sé ógnað, að því er segir í frétt Reuters. „Við höfum miklar áhyggjur af því að nokkur bandarísk ríki hafi samþykkt lög sem takmarka verulega aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi, þar á meðal með því að gera það saknæmt bæði fyrir konurnar sjálfar og þá sem veita þungunarrof,“ segir Shamdasani. Boð og bönn af þessu tagi stuðli í eðli sínu að ójöfnuði. Þau komi frekar niður á snauðum konum en ríkum, konum úr minnihlutahópum eða öðrum jaðarhópum. „Því köllum við eftir því að Bandaríkin og öll önnur ríki tryggi að konur hafi aðgang að öruggu þungunarrofi. Að allra minnsta kosti í tilfelli nauðgana, sifjaspells og fósturgalla verður að vera öruggur aðgangur að þungunarrofi,“ segir talskonan. Lögin í Alabama veita ekki undanþágur í tilfelli nauðgana eða sifjaspells. Þá geta læknar sem framkvæma þungunarrof átt yfir höfði sér allt að 99 ár fangelsisdóm.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Þungunarrof Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59
Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00