Van Persie: Ole Gunnar Solskjær er rétti maðurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 08:00 Ole Gunnar Solskjær með leikmönnum sínum eftir tapið á móti Cardiff í lokaumferðinni. Getty/James Baylis Robin van Persie, fyrrum leikmaður Manchester United, er sannfærður um það að gamla félagið hans sé að gera rétt með því að fastráða Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra félagsins. Van Persie vill að Norðmaðurinn fá sinn tíma til að snúa við þróuninni á Old Trafford síðustu ár en félagið hefur verið á niðurleið síðan að Sir Alex Ferguson hætti og var aldrei nálægt titilbaráttunni á nýloknu tímabili. Solskjær byrjaði frábærlega eftir að hann tók tímabundið við af Jose Mourinho en eftir að hann var fastráðinn þá gekk allt á afturfótunum hjá liðinu sem endaði að lokum jafnmörgum stigum frá efsta liðinu (Manchester City) og liðinu sem féll (Cardiff). „Hann passar fullkomlega í þetta starf. Þeir áttu bara slæman kafla undir lok tímabilsins,“ sagði Robin van Persie sem var að leggja skóna á hilluna á dögunum eftir að hafa endaði ferilinn með Feyenoord heima í Hollandi."I think it's the perfect match, it's just they're having a bad spell." Robin van Persie believes Ole Gunnar Solskjaer is the right man to lead Manchester United. Here's why: https://t.co/eaRlq90kKO#bbcfootball#mufcpic.twitter.com/qLLPBXi9TN — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Hér áður fyrr var það fullkomlega eðlilegt að gefa nýjum knattspyrnustjóra tíma með liðið. Í dag er bara búið að reka þig ef þú tapar sex leikjum. Er það lausnin?,“ spyr Van Persie. „Gefið honum tíma ekki síst þar sem þetta er strákur úr félaginu,“ sagði Robin van Persie. United vann fyrstu átta leikina undir stjórn norska stjórans og lék fimmtán leiki í röð án taps í deild og bikar. Solskjær var fastráðinn 28. mars skömmu eftir endurkomu United-liðsins á móti í Meistaradeildinni. Þá snerist taflið við. Manchester United endaði síðan tímabilið með 6 töp og aðeins 2 sigra í síðustu 10 leikjunum sínum. „Þetta er svolítið fyndið því allir voru svo jákvæðir þegar hann byrjaði. Þeir voru að vinna og framkölluðu kraftaverk með því að vinna PSG. Allir voru að öskra eftir fastráðningu. Eftir að hún var í höfn þá yfirgaf lukkan liðið og þeir hafa verið að tapa allt of mörgum leikjum,“ sagði Van Persie. „Hann fékk þriggja ára samning og allir ættu að horfa á stóru myndina í þessu. Sjáið hvernig hann kemur fyrir og hvernig hann talar um klúbbinn. Hann fer rétt að þessu. Hann er jákvæður, hann vill ná árangri og það er eina leiðin fram á við,“ sagði Van Persie. „Hann er United-maður í gegn. Hann spilaði þarna í meira en tíu ár, skoraði mark sem færði félaginu Meistaradeildarbikarinn og var stórt hluti af liðinu á sínum tíma. Hann hefur síðan þjálfað varaliði og er Manchester United holdi klætt. Ferguson var Manchester United og Solskjær er það líka“ sagði Van Persie. Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Robin van Persie, fyrrum leikmaður Manchester United, er sannfærður um það að gamla félagið hans sé að gera rétt með því að fastráða Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra félagsins. Van Persie vill að Norðmaðurinn fá sinn tíma til að snúa við þróuninni á Old Trafford síðustu ár en félagið hefur verið á niðurleið síðan að Sir Alex Ferguson hætti og var aldrei nálægt titilbaráttunni á nýloknu tímabili. Solskjær byrjaði frábærlega eftir að hann tók tímabundið við af Jose Mourinho en eftir að hann var fastráðinn þá gekk allt á afturfótunum hjá liðinu sem endaði að lokum jafnmörgum stigum frá efsta liðinu (Manchester City) og liðinu sem féll (Cardiff). „Hann passar fullkomlega í þetta starf. Þeir áttu bara slæman kafla undir lok tímabilsins,“ sagði Robin van Persie sem var að leggja skóna á hilluna á dögunum eftir að hafa endaði ferilinn með Feyenoord heima í Hollandi."I think it's the perfect match, it's just they're having a bad spell." Robin van Persie believes Ole Gunnar Solskjaer is the right man to lead Manchester United. Here's why: https://t.co/eaRlq90kKO#bbcfootball#mufcpic.twitter.com/qLLPBXi9TN — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Hér áður fyrr var það fullkomlega eðlilegt að gefa nýjum knattspyrnustjóra tíma með liðið. Í dag er bara búið að reka þig ef þú tapar sex leikjum. Er það lausnin?,“ spyr Van Persie. „Gefið honum tíma ekki síst þar sem þetta er strákur úr félaginu,“ sagði Robin van Persie. United vann fyrstu átta leikina undir stjórn norska stjórans og lék fimmtán leiki í röð án taps í deild og bikar. Solskjær var fastráðinn 28. mars skömmu eftir endurkomu United-liðsins á móti í Meistaradeildinni. Þá snerist taflið við. Manchester United endaði síðan tímabilið með 6 töp og aðeins 2 sigra í síðustu 10 leikjunum sínum. „Þetta er svolítið fyndið því allir voru svo jákvæðir þegar hann byrjaði. Þeir voru að vinna og framkölluðu kraftaverk með því að vinna PSG. Allir voru að öskra eftir fastráðningu. Eftir að hún var í höfn þá yfirgaf lukkan liðið og þeir hafa verið að tapa allt of mörgum leikjum,“ sagði Van Persie. „Hann fékk þriggja ára samning og allir ættu að horfa á stóru myndina í þessu. Sjáið hvernig hann kemur fyrir og hvernig hann talar um klúbbinn. Hann fer rétt að þessu. Hann er jákvæður, hann vill ná árangri og það er eina leiðin fram á við,“ sagði Van Persie. „Hann er United-maður í gegn. Hann spilaði þarna í meira en tíu ár, skoraði mark sem færði félaginu Meistaradeildarbikarinn og var stórt hluti af liðinu á sínum tíma. Hann hefur síðan þjálfað varaliði og er Manchester United holdi klætt. Ferguson var Manchester United og Solskjær er það líka“ sagði Van Persie.
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira