Van Persie: Ole Gunnar Solskjær er rétti maðurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 08:00 Ole Gunnar Solskjær með leikmönnum sínum eftir tapið á móti Cardiff í lokaumferðinni. Getty/James Baylis Robin van Persie, fyrrum leikmaður Manchester United, er sannfærður um það að gamla félagið hans sé að gera rétt með því að fastráða Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra félagsins. Van Persie vill að Norðmaðurinn fá sinn tíma til að snúa við þróuninni á Old Trafford síðustu ár en félagið hefur verið á niðurleið síðan að Sir Alex Ferguson hætti og var aldrei nálægt titilbaráttunni á nýloknu tímabili. Solskjær byrjaði frábærlega eftir að hann tók tímabundið við af Jose Mourinho en eftir að hann var fastráðinn þá gekk allt á afturfótunum hjá liðinu sem endaði að lokum jafnmörgum stigum frá efsta liðinu (Manchester City) og liðinu sem féll (Cardiff). „Hann passar fullkomlega í þetta starf. Þeir áttu bara slæman kafla undir lok tímabilsins,“ sagði Robin van Persie sem var að leggja skóna á hilluna á dögunum eftir að hafa endaði ferilinn með Feyenoord heima í Hollandi."I think it's the perfect match, it's just they're having a bad spell." Robin van Persie believes Ole Gunnar Solskjaer is the right man to lead Manchester United. Here's why: https://t.co/eaRlq90kKO#bbcfootball#mufcpic.twitter.com/qLLPBXi9TN — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Hér áður fyrr var það fullkomlega eðlilegt að gefa nýjum knattspyrnustjóra tíma með liðið. Í dag er bara búið að reka þig ef þú tapar sex leikjum. Er það lausnin?,“ spyr Van Persie. „Gefið honum tíma ekki síst þar sem þetta er strákur úr félaginu,“ sagði Robin van Persie. United vann fyrstu átta leikina undir stjórn norska stjórans og lék fimmtán leiki í röð án taps í deild og bikar. Solskjær var fastráðinn 28. mars skömmu eftir endurkomu United-liðsins á móti í Meistaradeildinni. Þá snerist taflið við. Manchester United endaði síðan tímabilið með 6 töp og aðeins 2 sigra í síðustu 10 leikjunum sínum. „Þetta er svolítið fyndið því allir voru svo jákvæðir þegar hann byrjaði. Þeir voru að vinna og framkölluðu kraftaverk með því að vinna PSG. Allir voru að öskra eftir fastráðningu. Eftir að hún var í höfn þá yfirgaf lukkan liðið og þeir hafa verið að tapa allt of mörgum leikjum,“ sagði Van Persie. „Hann fékk þriggja ára samning og allir ættu að horfa á stóru myndina í þessu. Sjáið hvernig hann kemur fyrir og hvernig hann talar um klúbbinn. Hann fer rétt að þessu. Hann er jákvæður, hann vill ná árangri og það er eina leiðin fram á við,“ sagði Van Persie. „Hann er United-maður í gegn. Hann spilaði þarna í meira en tíu ár, skoraði mark sem færði félaginu Meistaradeildarbikarinn og var stórt hluti af liðinu á sínum tíma. Hann hefur síðan þjálfað varaliði og er Manchester United holdi klætt. Ferguson var Manchester United og Solskjær er það líka“ sagði Van Persie. Enski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Robin van Persie, fyrrum leikmaður Manchester United, er sannfærður um það að gamla félagið hans sé að gera rétt með því að fastráða Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra félagsins. Van Persie vill að Norðmaðurinn fá sinn tíma til að snúa við þróuninni á Old Trafford síðustu ár en félagið hefur verið á niðurleið síðan að Sir Alex Ferguson hætti og var aldrei nálægt titilbaráttunni á nýloknu tímabili. Solskjær byrjaði frábærlega eftir að hann tók tímabundið við af Jose Mourinho en eftir að hann var fastráðinn þá gekk allt á afturfótunum hjá liðinu sem endaði að lokum jafnmörgum stigum frá efsta liðinu (Manchester City) og liðinu sem féll (Cardiff). „Hann passar fullkomlega í þetta starf. Þeir áttu bara slæman kafla undir lok tímabilsins,“ sagði Robin van Persie sem var að leggja skóna á hilluna á dögunum eftir að hafa endaði ferilinn með Feyenoord heima í Hollandi."I think it's the perfect match, it's just they're having a bad spell." Robin van Persie believes Ole Gunnar Solskjaer is the right man to lead Manchester United. Here's why: https://t.co/eaRlq90kKO#bbcfootball#mufcpic.twitter.com/qLLPBXi9TN — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Hér áður fyrr var það fullkomlega eðlilegt að gefa nýjum knattspyrnustjóra tíma með liðið. Í dag er bara búið að reka þig ef þú tapar sex leikjum. Er það lausnin?,“ spyr Van Persie. „Gefið honum tíma ekki síst þar sem þetta er strákur úr félaginu,“ sagði Robin van Persie. United vann fyrstu átta leikina undir stjórn norska stjórans og lék fimmtán leiki í röð án taps í deild og bikar. Solskjær var fastráðinn 28. mars skömmu eftir endurkomu United-liðsins á móti í Meistaradeildinni. Þá snerist taflið við. Manchester United endaði síðan tímabilið með 6 töp og aðeins 2 sigra í síðustu 10 leikjunum sínum. „Þetta er svolítið fyndið því allir voru svo jákvæðir þegar hann byrjaði. Þeir voru að vinna og framkölluðu kraftaverk með því að vinna PSG. Allir voru að öskra eftir fastráðningu. Eftir að hún var í höfn þá yfirgaf lukkan liðið og þeir hafa verið að tapa allt of mörgum leikjum,“ sagði Van Persie. „Hann fékk þriggja ára samning og allir ættu að horfa á stóru myndina í þessu. Sjáið hvernig hann kemur fyrir og hvernig hann talar um klúbbinn. Hann fer rétt að þessu. Hann er jákvæður, hann vill ná árangri og það er eina leiðin fram á við,“ sagði Van Persie. „Hann er United-maður í gegn. Hann spilaði þarna í meira en tíu ár, skoraði mark sem færði félaginu Meistaradeildarbikarinn og var stórt hluti af liðinu á sínum tíma. Hann hefur síðan þjálfað varaliði og er Manchester United holdi klætt. Ferguson var Manchester United og Solskjær er það líka“ sagði Van Persie.
Enski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira