Van Persie: Ole Gunnar Solskjær er rétti maðurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 08:00 Ole Gunnar Solskjær með leikmönnum sínum eftir tapið á móti Cardiff í lokaumferðinni. Getty/James Baylis Robin van Persie, fyrrum leikmaður Manchester United, er sannfærður um það að gamla félagið hans sé að gera rétt með því að fastráða Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra félagsins. Van Persie vill að Norðmaðurinn fá sinn tíma til að snúa við þróuninni á Old Trafford síðustu ár en félagið hefur verið á niðurleið síðan að Sir Alex Ferguson hætti og var aldrei nálægt titilbaráttunni á nýloknu tímabili. Solskjær byrjaði frábærlega eftir að hann tók tímabundið við af Jose Mourinho en eftir að hann var fastráðinn þá gekk allt á afturfótunum hjá liðinu sem endaði að lokum jafnmörgum stigum frá efsta liðinu (Manchester City) og liðinu sem féll (Cardiff). „Hann passar fullkomlega í þetta starf. Þeir áttu bara slæman kafla undir lok tímabilsins,“ sagði Robin van Persie sem var að leggja skóna á hilluna á dögunum eftir að hafa endaði ferilinn með Feyenoord heima í Hollandi."I think it's the perfect match, it's just they're having a bad spell." Robin van Persie believes Ole Gunnar Solskjaer is the right man to lead Manchester United. Here's why: https://t.co/eaRlq90kKO#bbcfootball#mufcpic.twitter.com/qLLPBXi9TN — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Hér áður fyrr var það fullkomlega eðlilegt að gefa nýjum knattspyrnustjóra tíma með liðið. Í dag er bara búið að reka þig ef þú tapar sex leikjum. Er það lausnin?,“ spyr Van Persie. „Gefið honum tíma ekki síst þar sem þetta er strákur úr félaginu,“ sagði Robin van Persie. United vann fyrstu átta leikina undir stjórn norska stjórans og lék fimmtán leiki í röð án taps í deild og bikar. Solskjær var fastráðinn 28. mars skömmu eftir endurkomu United-liðsins á móti í Meistaradeildinni. Þá snerist taflið við. Manchester United endaði síðan tímabilið með 6 töp og aðeins 2 sigra í síðustu 10 leikjunum sínum. „Þetta er svolítið fyndið því allir voru svo jákvæðir þegar hann byrjaði. Þeir voru að vinna og framkölluðu kraftaverk með því að vinna PSG. Allir voru að öskra eftir fastráðningu. Eftir að hún var í höfn þá yfirgaf lukkan liðið og þeir hafa verið að tapa allt of mörgum leikjum,“ sagði Van Persie. „Hann fékk þriggja ára samning og allir ættu að horfa á stóru myndina í þessu. Sjáið hvernig hann kemur fyrir og hvernig hann talar um klúbbinn. Hann fer rétt að þessu. Hann er jákvæður, hann vill ná árangri og það er eina leiðin fram á við,“ sagði Van Persie. „Hann er United-maður í gegn. Hann spilaði þarna í meira en tíu ár, skoraði mark sem færði félaginu Meistaradeildarbikarinn og var stórt hluti af liðinu á sínum tíma. Hann hefur síðan þjálfað varaliði og er Manchester United holdi klætt. Ferguson var Manchester United og Solskjær er það líka“ sagði Van Persie. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Robin van Persie, fyrrum leikmaður Manchester United, er sannfærður um það að gamla félagið hans sé að gera rétt með því að fastráða Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra félagsins. Van Persie vill að Norðmaðurinn fá sinn tíma til að snúa við þróuninni á Old Trafford síðustu ár en félagið hefur verið á niðurleið síðan að Sir Alex Ferguson hætti og var aldrei nálægt titilbaráttunni á nýloknu tímabili. Solskjær byrjaði frábærlega eftir að hann tók tímabundið við af Jose Mourinho en eftir að hann var fastráðinn þá gekk allt á afturfótunum hjá liðinu sem endaði að lokum jafnmörgum stigum frá efsta liðinu (Manchester City) og liðinu sem féll (Cardiff). „Hann passar fullkomlega í þetta starf. Þeir áttu bara slæman kafla undir lok tímabilsins,“ sagði Robin van Persie sem var að leggja skóna á hilluna á dögunum eftir að hafa endaði ferilinn með Feyenoord heima í Hollandi."I think it's the perfect match, it's just they're having a bad spell." Robin van Persie believes Ole Gunnar Solskjaer is the right man to lead Manchester United. Here's why: https://t.co/eaRlq90kKO#bbcfootball#mufcpic.twitter.com/qLLPBXi9TN — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Hér áður fyrr var það fullkomlega eðlilegt að gefa nýjum knattspyrnustjóra tíma með liðið. Í dag er bara búið að reka þig ef þú tapar sex leikjum. Er það lausnin?,“ spyr Van Persie. „Gefið honum tíma ekki síst þar sem þetta er strákur úr félaginu,“ sagði Robin van Persie. United vann fyrstu átta leikina undir stjórn norska stjórans og lék fimmtán leiki í röð án taps í deild og bikar. Solskjær var fastráðinn 28. mars skömmu eftir endurkomu United-liðsins á móti í Meistaradeildinni. Þá snerist taflið við. Manchester United endaði síðan tímabilið með 6 töp og aðeins 2 sigra í síðustu 10 leikjunum sínum. „Þetta er svolítið fyndið því allir voru svo jákvæðir þegar hann byrjaði. Þeir voru að vinna og framkölluðu kraftaverk með því að vinna PSG. Allir voru að öskra eftir fastráðningu. Eftir að hún var í höfn þá yfirgaf lukkan liðið og þeir hafa verið að tapa allt of mörgum leikjum,“ sagði Van Persie. „Hann fékk þriggja ára samning og allir ættu að horfa á stóru myndina í þessu. Sjáið hvernig hann kemur fyrir og hvernig hann talar um klúbbinn. Hann fer rétt að þessu. Hann er jákvæður, hann vill ná árangri og það er eina leiðin fram á við,“ sagði Van Persie. „Hann er United-maður í gegn. Hann spilaði þarna í meira en tíu ár, skoraði mark sem færði félaginu Meistaradeildarbikarinn og var stórt hluti af liðinu á sínum tíma. Hann hefur síðan þjálfað varaliði og er Manchester United holdi klætt. Ferguson var Manchester United og Solskjær er það líka“ sagði Van Persie.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira