Tókst ekki að varpa ljósi á hlut ríkisstjóra í rasískri árbókarmynd Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2019 16:11 Árbókarmyndin virtist líklega til að fella Northam ríkisstjóra á sínum tíma. Hann hefur hins vegar setið sem fastast. Vísir/EPA Lögmenn sem voru ráðnir til að rannsaka rasíska mynd sem birtist á árbókarsíðu ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum gátu ekki varpað frekara ljósi á uppruna myndarinnar eða hvort að ríkisstjórinn væri sjálfur á myndinni. Hann hefur sjálfur þrætt fyrir að vera á myndinni og stóð af sér kröfur um afsögn í vetur. Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu úr röðum demókrata, átti í vök að verjast í febrúar þegar hægrisinnaður vefmiðillinn hafði upp á rasískri mynd sem skreytti blaðsíðu hans í árbók læknaháskóla þar sem hann nam árið 1984. Á myndinni mátti sjá tvo menn. Annar þeirra hafði dekkt andlit sitt til að líkja eftir blökkumanni en hinn var klæddur kufli Kú Klúx Klan, haturssamtakanna alræmdu. Í fyrstu baðst Northam afsökunar á myndinni en dró fljótt í land og þrætti fyrir að myndin væri af honum. Viðurkenndi hann þó að hann hefði dekkt andlit sitt fyrir Michael Jackson-gervi um svipað leyti. Þrátt fyrir áköll um að Northam sæti áfram, þar á meðal frá fimm frambjóðendum í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar, sat hann sem fastast.Myndin eldfima var í árbók Læknaskóla Austur-Virginíu frá 1984.Vísir/APFundu engar upplýsingar um myndina Læknaskóli Austur-Virginíu réði lögfræðistofu til að rannsaka árbókarmyndina. Reuters-fréttastofan segir að lögmennirnir hafi ekki komist að niðurstöðu um hvort Northam væri raunverulega á myndinni. Ekkert vitni sem þeir ræddu við hafi fullyrt það eða getað sagt hver var á henni. Northam sjálfur hafi staðfastlega neitað að vera á myndinni og fullyrt að hann hafi aðeins sent inn aðrar myndir sem voru á síðunni. „Við fundum engar upplýsingar um að myndin hafi verið sett inn fyrir mistök þó að við viðurkennum að það sé fátt um upplýsingar um þetta mál 35 árum síðar,“ segir í skýrslu lögmannanna. Móðgangi myndir hafi verið algengar í árbókum nemenda. Þannig fundu lögmennirnir tíu sambærilegar myndir í árbókum frá 1976 til 2013. Sérstaklega hafi myndir af nemendum sem höfðu dekkt andlit sín verið algengar frá 1984 til 1985. Tvær slíkar myndir hafi verið í árbók Northam auk þeirrar sem var á hans síðu. Vandræði Demókrataflokksins í Virginíu voru rétt að hefjast þegar árbókarmynd Northam var birt. Rétt á eftir var Justin Fairfax, vararíkisstjóri, sem hefði tekið við af Northam hefði hann sagt af sér, sakaður um kynferðisbrot. Mark Herring, dómsmálaráðherra Virginíu, sem var næstur í röðinni steig þá fram og viðurkenndi að hann hefði sömuleiðis dekkt andlit sitt til að bregða sér í gervi svarts rappara á háskólaárum sínum. Skoðanakannanir benda til þess að Northam njóti enn stuðnings meirihluta blökkumanna í Virginíu. Meirihluta þeirra finnst að Northam ætti ekki að segja af sér vegna myndarinnar. Bandaríkin Tengdar fréttir Þrýstingurinn eykst á vararíkisstjóra Virginíu eftir ásakanir um kynferðisbrot Mikill fjöldi demókrata hafa undanfarna daga kallað eftir afsögn vara-ríkisstjóra Virginíuríkis vegna ásakana um kynferðisbrot. Tvær konur, Vanessa Tyson og Meredith Watson, hafa stigið fram og lýst kynnum sínum af vara-ríkisstjóranum Justin Fairfax. 9. febrúar 2019 23:06 Ríkisstjóri í klandri vegna rasísks grímubúnings Mynd úr árbók ríkisstjóra Virginíu skaut upp kollinum þar. Á henni var hann annað hvort í Kú Klúx Klan-kufli eða í gervi blökkumanns. 2. febrúar 2019 09:17 Baðst afsökunar á umdeildri árbókarmynd frá 1984 í gær en segist ekki vera á henni í dag Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað "blackface“ 2. febrúar 2019 21:51 Demókratar hafa áhyggjur af „algjörri rugl“ stöðu í Virginíu Æðstu þrír embættismenn Virginíu eru allir í vandræðum og hefur verið kallað eftir því að mennirnir þrír, sem allir eru Demókratar, segi af sér. 7. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Lögmenn sem voru ráðnir til að rannsaka rasíska mynd sem birtist á árbókarsíðu ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum gátu ekki varpað frekara ljósi á uppruna myndarinnar eða hvort að ríkisstjórinn væri sjálfur á myndinni. Hann hefur sjálfur þrætt fyrir að vera á myndinni og stóð af sér kröfur um afsögn í vetur. Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu úr röðum demókrata, átti í vök að verjast í febrúar þegar hægrisinnaður vefmiðillinn hafði upp á rasískri mynd sem skreytti blaðsíðu hans í árbók læknaháskóla þar sem hann nam árið 1984. Á myndinni mátti sjá tvo menn. Annar þeirra hafði dekkt andlit sitt til að líkja eftir blökkumanni en hinn var klæddur kufli Kú Klúx Klan, haturssamtakanna alræmdu. Í fyrstu baðst Northam afsökunar á myndinni en dró fljótt í land og þrætti fyrir að myndin væri af honum. Viðurkenndi hann þó að hann hefði dekkt andlit sitt fyrir Michael Jackson-gervi um svipað leyti. Þrátt fyrir áköll um að Northam sæti áfram, þar á meðal frá fimm frambjóðendum í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar, sat hann sem fastast.Myndin eldfima var í árbók Læknaskóla Austur-Virginíu frá 1984.Vísir/APFundu engar upplýsingar um myndina Læknaskóli Austur-Virginíu réði lögfræðistofu til að rannsaka árbókarmyndina. Reuters-fréttastofan segir að lögmennirnir hafi ekki komist að niðurstöðu um hvort Northam væri raunverulega á myndinni. Ekkert vitni sem þeir ræddu við hafi fullyrt það eða getað sagt hver var á henni. Northam sjálfur hafi staðfastlega neitað að vera á myndinni og fullyrt að hann hafi aðeins sent inn aðrar myndir sem voru á síðunni. „Við fundum engar upplýsingar um að myndin hafi verið sett inn fyrir mistök þó að við viðurkennum að það sé fátt um upplýsingar um þetta mál 35 árum síðar,“ segir í skýrslu lögmannanna. Móðgangi myndir hafi verið algengar í árbókum nemenda. Þannig fundu lögmennirnir tíu sambærilegar myndir í árbókum frá 1976 til 2013. Sérstaklega hafi myndir af nemendum sem höfðu dekkt andlit sín verið algengar frá 1984 til 1985. Tvær slíkar myndir hafi verið í árbók Northam auk þeirrar sem var á hans síðu. Vandræði Demókrataflokksins í Virginíu voru rétt að hefjast þegar árbókarmynd Northam var birt. Rétt á eftir var Justin Fairfax, vararíkisstjóri, sem hefði tekið við af Northam hefði hann sagt af sér, sakaður um kynferðisbrot. Mark Herring, dómsmálaráðherra Virginíu, sem var næstur í röðinni steig þá fram og viðurkenndi að hann hefði sömuleiðis dekkt andlit sitt til að bregða sér í gervi svarts rappara á háskólaárum sínum. Skoðanakannanir benda til þess að Northam njóti enn stuðnings meirihluta blökkumanna í Virginíu. Meirihluta þeirra finnst að Northam ætti ekki að segja af sér vegna myndarinnar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Þrýstingurinn eykst á vararíkisstjóra Virginíu eftir ásakanir um kynferðisbrot Mikill fjöldi demókrata hafa undanfarna daga kallað eftir afsögn vara-ríkisstjóra Virginíuríkis vegna ásakana um kynferðisbrot. Tvær konur, Vanessa Tyson og Meredith Watson, hafa stigið fram og lýst kynnum sínum af vara-ríkisstjóranum Justin Fairfax. 9. febrúar 2019 23:06 Ríkisstjóri í klandri vegna rasísks grímubúnings Mynd úr árbók ríkisstjóra Virginíu skaut upp kollinum þar. Á henni var hann annað hvort í Kú Klúx Klan-kufli eða í gervi blökkumanns. 2. febrúar 2019 09:17 Baðst afsökunar á umdeildri árbókarmynd frá 1984 í gær en segist ekki vera á henni í dag Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað "blackface“ 2. febrúar 2019 21:51 Demókratar hafa áhyggjur af „algjörri rugl“ stöðu í Virginíu Æðstu þrír embættismenn Virginíu eru allir í vandræðum og hefur verið kallað eftir því að mennirnir þrír, sem allir eru Demókratar, segi af sér. 7. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Þrýstingurinn eykst á vararíkisstjóra Virginíu eftir ásakanir um kynferðisbrot Mikill fjöldi demókrata hafa undanfarna daga kallað eftir afsögn vara-ríkisstjóra Virginíuríkis vegna ásakana um kynferðisbrot. Tvær konur, Vanessa Tyson og Meredith Watson, hafa stigið fram og lýst kynnum sínum af vara-ríkisstjóranum Justin Fairfax. 9. febrúar 2019 23:06
Ríkisstjóri í klandri vegna rasísks grímubúnings Mynd úr árbók ríkisstjóra Virginíu skaut upp kollinum þar. Á henni var hann annað hvort í Kú Klúx Klan-kufli eða í gervi blökkumanns. 2. febrúar 2019 09:17
Baðst afsökunar á umdeildri árbókarmynd frá 1984 í gær en segist ekki vera á henni í dag Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað "blackface“ 2. febrúar 2019 21:51
Demókratar hafa áhyggjur af „algjörri rugl“ stöðu í Virginíu Æðstu þrír embættismenn Virginíu eru allir í vandræðum og hefur verið kallað eftir því að mennirnir þrír, sem allir eru Demókratar, segi af sér. 7. febrúar 2019 14:15