Baðst afsökunar á umdeildri árbókarmynd frá 1984 í gær en segist ekki vera á henni í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2019 21:51 Viðbrögð Ralph Northam við myndinni þykja ruglingsleg Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá má mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað „blackface“, var birt á netinu. Í gær baðst Northam afsökunar á myndinni en í dag segist hann ekki vera á myndinni.Talið er að hægri-öfgamenn hafi grafið upp myndina og komið henni í dreifingu á netinu en myndin er úr árbók Eastern Virginia Medical School, þar sem Northam stundaði nám á sínum yngri árum. Myndbirtingin er rakin til ummæla Demókratans Northam um fóstureyðingarlöggjöf sem virðast hafa farið í taugarnar á þeim sem berjast gegn fóstureyðingum.Á föstudaginn birti Northam afsökunarbeiðni þar sem hann baðst afsökunar á þeirri ákvörðun að sitja fyrir á myndinni.Þá birti hann myndband á Twitterþar sem hann sagðist axla ábyrgð á málinu, hann myndi hins vegar ekki segja af sér, líkt og margir hafa kallað eftir, þar á meðal háttsettir samflokksmenn hans í Demókratafloknum. Þeirra á meðal Joe Biden fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna.There is no place for racism in America. Governor Northam has lost all moral authority and should resign immediately, Justin Fairfax is the leader Virginia needs now.— Joe Biden (@JoeBiden) February 2, 2019 Í dag birti Northam hins vegar aðra yfirlýsingu þar sem hann sagðist í raun ekki vera á myndinni, þvert á fyrri yfirlýsingu.„Ég átta mig á því að margir munu eiga erfitt með að trúa þessu,“ sagði Northam í yfirlýsingunni. „Frá því að ég birti yfirlýsinguna hef ég legið yfir myndinni með fjölskyldu minni og vinum og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég er ekki maðurinn á myndinni“.Þá viðurkenndi hann að hafa verið með svokallað „blackface“ sem hluti af Michael Jackson búningi sama ár. Það hversu hann muni það skýrt styrki hann í þeirri trú að hann sé ekki á myndinni.Þrýst er á Northam úr öllum áttum að hann segi af sér vegna málsins. Það hyggst hann þó ekki gera.BREAKING: Gov. Ralph Northam yearbook page shows blackface and Klan photohttps://t.co/6A89ejp5Ho — The Virginian-Pilot (@virginianpilot) February 1, 2019 Bandaríkin Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá má mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað „blackface“, var birt á netinu. Í gær baðst Northam afsökunar á myndinni en í dag segist hann ekki vera á myndinni.Talið er að hægri-öfgamenn hafi grafið upp myndina og komið henni í dreifingu á netinu en myndin er úr árbók Eastern Virginia Medical School, þar sem Northam stundaði nám á sínum yngri árum. Myndbirtingin er rakin til ummæla Demókratans Northam um fóstureyðingarlöggjöf sem virðast hafa farið í taugarnar á þeim sem berjast gegn fóstureyðingum.Á föstudaginn birti Northam afsökunarbeiðni þar sem hann baðst afsökunar á þeirri ákvörðun að sitja fyrir á myndinni.Þá birti hann myndband á Twitterþar sem hann sagðist axla ábyrgð á málinu, hann myndi hins vegar ekki segja af sér, líkt og margir hafa kallað eftir, þar á meðal háttsettir samflokksmenn hans í Demókratafloknum. Þeirra á meðal Joe Biden fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna.There is no place for racism in America. Governor Northam has lost all moral authority and should resign immediately, Justin Fairfax is the leader Virginia needs now.— Joe Biden (@JoeBiden) February 2, 2019 Í dag birti Northam hins vegar aðra yfirlýsingu þar sem hann sagðist í raun ekki vera á myndinni, þvert á fyrri yfirlýsingu.„Ég átta mig á því að margir munu eiga erfitt með að trúa þessu,“ sagði Northam í yfirlýsingunni. „Frá því að ég birti yfirlýsinguna hef ég legið yfir myndinni með fjölskyldu minni og vinum og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég er ekki maðurinn á myndinni“.Þá viðurkenndi hann að hafa verið með svokallað „blackface“ sem hluti af Michael Jackson búningi sama ár. Það hversu hann muni það skýrt styrki hann í þeirri trú að hann sé ekki á myndinni.Þrýst er á Northam úr öllum áttum að hann segi af sér vegna málsins. Það hyggst hann þó ekki gera.BREAKING: Gov. Ralph Northam yearbook page shows blackface and Klan photohttps://t.co/6A89ejp5Ho — The Virginian-Pilot (@virginianpilot) February 1, 2019
Bandaríkin Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent