Baðst afsökunar á umdeildri árbókarmynd frá 1984 í gær en segist ekki vera á henni í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2019 21:51 Viðbrögð Ralph Northam við myndinni þykja ruglingsleg Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá má mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað „blackface“, var birt á netinu. Í gær baðst Northam afsökunar á myndinni en í dag segist hann ekki vera á myndinni.Talið er að hægri-öfgamenn hafi grafið upp myndina og komið henni í dreifingu á netinu en myndin er úr árbók Eastern Virginia Medical School, þar sem Northam stundaði nám á sínum yngri árum. Myndbirtingin er rakin til ummæla Demókratans Northam um fóstureyðingarlöggjöf sem virðast hafa farið í taugarnar á þeim sem berjast gegn fóstureyðingum.Á föstudaginn birti Northam afsökunarbeiðni þar sem hann baðst afsökunar á þeirri ákvörðun að sitja fyrir á myndinni.Þá birti hann myndband á Twitterþar sem hann sagðist axla ábyrgð á málinu, hann myndi hins vegar ekki segja af sér, líkt og margir hafa kallað eftir, þar á meðal háttsettir samflokksmenn hans í Demókratafloknum. Þeirra á meðal Joe Biden fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna.There is no place for racism in America. Governor Northam has lost all moral authority and should resign immediately, Justin Fairfax is the leader Virginia needs now.— Joe Biden (@JoeBiden) February 2, 2019 Í dag birti Northam hins vegar aðra yfirlýsingu þar sem hann sagðist í raun ekki vera á myndinni, þvert á fyrri yfirlýsingu.„Ég átta mig á því að margir munu eiga erfitt með að trúa þessu,“ sagði Northam í yfirlýsingunni. „Frá því að ég birti yfirlýsinguna hef ég legið yfir myndinni með fjölskyldu minni og vinum og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég er ekki maðurinn á myndinni“.Þá viðurkenndi hann að hafa verið með svokallað „blackface“ sem hluti af Michael Jackson búningi sama ár. Það hversu hann muni það skýrt styrki hann í þeirri trú að hann sé ekki á myndinni.Þrýst er á Northam úr öllum áttum að hann segi af sér vegna málsins. Það hyggst hann þó ekki gera.BREAKING: Gov. Ralph Northam yearbook page shows blackface and Klan photohttps://t.co/6A89ejp5Ho — The Virginian-Pilot (@virginianpilot) February 1, 2019 Bandaríkin Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Sjá meira
Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá má mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað „blackface“, var birt á netinu. Í gær baðst Northam afsökunar á myndinni en í dag segist hann ekki vera á myndinni.Talið er að hægri-öfgamenn hafi grafið upp myndina og komið henni í dreifingu á netinu en myndin er úr árbók Eastern Virginia Medical School, þar sem Northam stundaði nám á sínum yngri árum. Myndbirtingin er rakin til ummæla Demókratans Northam um fóstureyðingarlöggjöf sem virðast hafa farið í taugarnar á þeim sem berjast gegn fóstureyðingum.Á föstudaginn birti Northam afsökunarbeiðni þar sem hann baðst afsökunar á þeirri ákvörðun að sitja fyrir á myndinni.Þá birti hann myndband á Twitterþar sem hann sagðist axla ábyrgð á málinu, hann myndi hins vegar ekki segja af sér, líkt og margir hafa kallað eftir, þar á meðal háttsettir samflokksmenn hans í Demókratafloknum. Þeirra á meðal Joe Biden fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna.There is no place for racism in America. Governor Northam has lost all moral authority and should resign immediately, Justin Fairfax is the leader Virginia needs now.— Joe Biden (@JoeBiden) February 2, 2019 Í dag birti Northam hins vegar aðra yfirlýsingu þar sem hann sagðist í raun ekki vera á myndinni, þvert á fyrri yfirlýsingu.„Ég átta mig á því að margir munu eiga erfitt með að trúa þessu,“ sagði Northam í yfirlýsingunni. „Frá því að ég birti yfirlýsinguna hef ég legið yfir myndinni með fjölskyldu minni og vinum og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég er ekki maðurinn á myndinni“.Þá viðurkenndi hann að hafa verið með svokallað „blackface“ sem hluti af Michael Jackson búningi sama ár. Það hversu hann muni það skýrt styrki hann í þeirri trú að hann sé ekki á myndinni.Þrýst er á Northam úr öllum áttum að hann segi af sér vegna málsins. Það hyggst hann þó ekki gera.BREAKING: Gov. Ralph Northam yearbook page shows blackface and Klan photohttps://t.co/6A89ejp5Ho — The Virginian-Pilot (@virginianpilot) February 1, 2019
Bandaríkin Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Sjá meira