Demókratar hafa áhyggjur af „algjörri rugl“ stöðu í Virginíu Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2019 14:15 Mark Herring, Ralph Northam og Justin Fairfax. AP/Steve Helber Æðstu þrír embættismenn Virginíu eru allir í vandræðum og hefur verið kallað eftir því að mennirnir þrír, sem allir eru Demókratar, segi af sér, þó mismikið. Þeir hafa þó varist því enn sem komið er en málið þykir erfitt, stjórnsýslulega séð, og gæti mögulega endað á þann veg að boðað verði til nýrra kosninga. Önnur niðurstaða gæti verið að Repúblikanar taki við stjórn allra embættanna þriggja og í kjölfarið hafa raddir Demókratar sem kölluðu upprunalega eftir afsögn ríkisstjórans þagnað. Ríkisstjórinn Ralph Northam viðurkenndi nýverið að hafa málað sig svartan (Svokallað blackface) fyrir hæfileikakeppni í læknisskóla hans eftir að mynd af honum úr árbók skólans leit dagsins ljós þar sem einnig mátti sjá fleiri aðila með blackface og aðra í kuflum Ku Klux Klan.Sjá einnig: Búið að benda aftur og aftur á að „blackface“ er niðrandiEftir að hafa viðurkennt að hann væri á myndinni, breytti Northam sögu sinni og sagðist ekki vera á myndinni. Hann þvertekur fyrir að segja af sér.Aðstoðarríkisstjórinn Justin Fairfax hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi. Vanessa Tyson, prófessor við Scripps háskólann í Kaliforníu, segir Fairfax hafa þvingað sig til munnmaka á hótelherbergi á landsfundi Demókrataflokksins í Boston árið 2004. Hann neitar ásökunum Tyson og segir upplifun sína ekki í samræmi við ásakanir hennar.Viðurkenndi blackface Þá hefur Mark R. Herring, dómsmálaráðherra Virginíu og sá þriðji í röðinni til að taka við embætti ríkisstjóra, viðurkennt að til séu myndir af honum með blackface frá því þegar hann var í háskóla, þá 19 ára gamall. Herring baðst afsökunar í gær og sagði að næstu daga muni leiða í ljós hvort hann geti starfað áfram sem dómsmálaráðherra. Hann hafði sjálfur kallað eftir afsögn Northam og hafði þar að auki lýst því yfir að hann ætlaði að bjóða sig fram til ríkisstjóra 2021. Í yfirlýsingu sagði Herring að sem ungur maður hefði hann ekki búið yfir nægri reynslu til að átta sig á því hve særandi blackface væri og að hann hefði ónærgætinn. Hann sagðist alltaf hafa átt von á því að þetta myndi koma upp og því opinberaði hann sjálfur nú. Demókratar höfðu nánast allir sem einn kallað eftir því að Northam segði af sér en samkvæmt Washington Post hafa raddir þeirra þagnað á síðustu tveimur dögum, eftir að Fairfax og Herring lentu einnig í viðkvæmum stöðum.Samkvæmt umfjöllun Politico yrði framvindan mjög flókin ef þeir segðu allir af sér. Repúblikanar gætu tekið fulla stjórn á Virginíu Sá fjórði í röðinni er Kirk Cox, forseti þings Virginíu og Repúblikani. Repúblikanar tryggðu sér nauman meirihluta (51-49) á þinginu árið 2017. Í einu kjördæminu fengu frambjóðendur sama fjölda atkvæða og var sigurvegarinn ákveðinn með því að draga nafn úr skál. Geti hann ekki tekið að sér embætti ríkisstjóra segir stjórnarskrá Virginíu að þingið eigi að skipa einhvern í embætti. Auk þess að fylla embætti ríkisstjóra þyrfti þar að auki að fylla embætti aðstoðarríkisstjóra og dómsmálaráðherra, ef þeir segðu allir af sér. Nýr ríkisstjóri gæti skipað nýjan aðstoðarríkisstjóra í nokkra mánuði. Þingmenn þyrftu hins vegar að skipa nýjan dómsmálaráðherra fram til kosninga árið 2021. Því gæti málið endað á þann veg að Cox verði ríkisstjóri, skipi aðstoðarríkisstjóra og þingið, þar sem Repúblikanar eru með meirihluta, skipi nýjan dómsmálaráðherra. Demókratar í Virginíu hafa miklar áhyggjur af stöðunni og héldu marga og langa fundi sín á milli í gær. Einn þingmaðurinn flokksins, Louise Lucas, sendi sms á meðan hún var á fundi með Herring þar sem hún sagði stöðuna „freakin screwed up!“, eða „algjört rugl“, mjög lauslega þýtt. Bandaríkin Tengdar fréttir Baðst afsökunar á umdeildri árbókarmynd frá 1984 í gær en segist ekki vera á henni í dag Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað "blackface“ 2. febrúar 2019 21:51 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Æðstu þrír embættismenn Virginíu eru allir í vandræðum og hefur verið kallað eftir því að mennirnir þrír, sem allir eru Demókratar, segi af sér, þó mismikið. Þeir hafa þó varist því enn sem komið er en málið þykir erfitt, stjórnsýslulega séð, og gæti mögulega endað á þann veg að boðað verði til nýrra kosninga. Önnur niðurstaða gæti verið að Repúblikanar taki við stjórn allra embættanna þriggja og í kjölfarið hafa raddir Demókratar sem kölluðu upprunalega eftir afsögn ríkisstjórans þagnað. Ríkisstjórinn Ralph Northam viðurkenndi nýverið að hafa málað sig svartan (Svokallað blackface) fyrir hæfileikakeppni í læknisskóla hans eftir að mynd af honum úr árbók skólans leit dagsins ljós þar sem einnig mátti sjá fleiri aðila með blackface og aðra í kuflum Ku Klux Klan.Sjá einnig: Búið að benda aftur og aftur á að „blackface“ er niðrandiEftir að hafa viðurkennt að hann væri á myndinni, breytti Northam sögu sinni og sagðist ekki vera á myndinni. Hann þvertekur fyrir að segja af sér.Aðstoðarríkisstjórinn Justin Fairfax hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi. Vanessa Tyson, prófessor við Scripps háskólann í Kaliforníu, segir Fairfax hafa þvingað sig til munnmaka á hótelherbergi á landsfundi Demókrataflokksins í Boston árið 2004. Hann neitar ásökunum Tyson og segir upplifun sína ekki í samræmi við ásakanir hennar.Viðurkenndi blackface Þá hefur Mark R. Herring, dómsmálaráðherra Virginíu og sá þriðji í röðinni til að taka við embætti ríkisstjóra, viðurkennt að til séu myndir af honum með blackface frá því þegar hann var í háskóla, þá 19 ára gamall. Herring baðst afsökunar í gær og sagði að næstu daga muni leiða í ljós hvort hann geti starfað áfram sem dómsmálaráðherra. Hann hafði sjálfur kallað eftir afsögn Northam og hafði þar að auki lýst því yfir að hann ætlaði að bjóða sig fram til ríkisstjóra 2021. Í yfirlýsingu sagði Herring að sem ungur maður hefði hann ekki búið yfir nægri reynslu til að átta sig á því hve særandi blackface væri og að hann hefði ónærgætinn. Hann sagðist alltaf hafa átt von á því að þetta myndi koma upp og því opinberaði hann sjálfur nú. Demókratar höfðu nánast allir sem einn kallað eftir því að Northam segði af sér en samkvæmt Washington Post hafa raddir þeirra þagnað á síðustu tveimur dögum, eftir að Fairfax og Herring lentu einnig í viðkvæmum stöðum.Samkvæmt umfjöllun Politico yrði framvindan mjög flókin ef þeir segðu allir af sér. Repúblikanar gætu tekið fulla stjórn á Virginíu Sá fjórði í röðinni er Kirk Cox, forseti þings Virginíu og Repúblikani. Repúblikanar tryggðu sér nauman meirihluta (51-49) á þinginu árið 2017. Í einu kjördæminu fengu frambjóðendur sama fjölda atkvæða og var sigurvegarinn ákveðinn með því að draga nafn úr skál. Geti hann ekki tekið að sér embætti ríkisstjóra segir stjórnarskrá Virginíu að þingið eigi að skipa einhvern í embætti. Auk þess að fylla embætti ríkisstjóra þyrfti þar að auki að fylla embætti aðstoðarríkisstjóra og dómsmálaráðherra, ef þeir segðu allir af sér. Nýr ríkisstjóri gæti skipað nýjan aðstoðarríkisstjóra í nokkra mánuði. Þingmenn þyrftu hins vegar að skipa nýjan dómsmálaráðherra fram til kosninga árið 2021. Því gæti málið endað á þann veg að Cox verði ríkisstjóri, skipi aðstoðarríkisstjóra og þingið, þar sem Repúblikanar eru með meirihluta, skipi nýjan dómsmálaráðherra. Demókratar í Virginíu hafa miklar áhyggjur af stöðunni og héldu marga og langa fundi sín á milli í gær. Einn þingmaðurinn flokksins, Louise Lucas, sendi sms á meðan hún var á fundi með Herring þar sem hún sagði stöðuna „freakin screwed up!“, eða „algjört rugl“, mjög lauslega þýtt.
Bandaríkin Tengdar fréttir Baðst afsökunar á umdeildri árbókarmynd frá 1984 í gær en segist ekki vera á henni í dag Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað "blackface“ 2. febrúar 2019 21:51 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Baðst afsökunar á umdeildri árbókarmynd frá 1984 í gær en segist ekki vera á henni í dag Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað "blackface“ 2. febrúar 2019 21:51
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent