Íslenski boltinn

Fyrsti Reykjanesbæjarslagurinn í næstum því sextán ár í beinni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflvíkingar hafa aldrei tapað deildarleik á móti Njarðvík.
Keflvíkingar hafa aldrei tapað deildarleik á móti Njarðvík. Vísir/Ernir

Það þekkja flestir vel viðureignir Keflavíkur og Njarðvíkur í körfuboltanum enda er sú viðureign jafnan kölluð „El Clasico“ íslenska körfuboltans. Í kvöld mætast Reykjanesbæjarliðin Keflavík og Njarðvík hins vegar í fjórðu umferð Inkasso-deildar karla í fótbolta.

Körfuboltaliðin mætast á hverju ári en það er meira en einn og hálfur áratugur síðan að fótboltalið félaganna mættust í deildarleik.

Bæði liðin hafa byrjað tímabilið mjög vel. Keflavík er með fullt hús (9 stig) eftir þrjá leiki og Njarðvíkingar hafa náð í sex stig af níu mögulegum.

Leikur kvöldsins fer fram á Rafholtsvelli þeirra Njarðvíkinga, hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Keflvíkingar hafa unnið þrjá góða sigra á á Fram (2-1), Magna (3-1) og Aftureldingu (5-0) en tveir af þeim hafa verið á heimavelli.

Njarðvíkingar töpuðu eina heimaleiknum sínum á móti Þór Akureyri (0-2) en unnu útileikina á móti Reykjavíkurfélögunum Þrótti (3-2) og Leikni (2-1).

Þetta er fyrsti deildarleikurinn á milli félaganna í næstum því sextán ár eða síðan að liðin mættust í 1. deild karla í september 2003.

Síðan þá hafa liðin ekki verið í sömu í deild, Keflvíkingar oftast í úrvalsdeildinni en Njarðvíkingar í mest í C-deildinni.

Keflavík vann báða leiki liðanna í 1. deildinni 2003, 2-0 í Njarðvík og 5-2 á heimavelli sínum.

Þetta eru einu deildarleikir liðanna og Njarðvík hefur því aldrei náð í stig á móti nágrönnum sínum í fótboltanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.