Íslenski boltinn

„Er ekki frá því að ég verði að taka síðasta árið þar sem maður á heima“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar í leiknum gegn Argentínu síðasta sumar.
Aron Einar í leiknum gegn Argentínu síðasta sumar. vísir/getty
Þórsarar gáfu út nýtt stuðningsmannalag í dag sem ber nafnið Þorpið mitt en tónlistamennirnir KÁ/AKÁ og Helgi Sæmundur gerðu lagið en tveir karlakórar sungu einnig í laginu.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, sem er nú á mála hjá Al Arabi í Katar, vakti athygli á laginu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann hrósaði laginu í hástert.







Aron Einar hrósar ekki bara laginu heldur segir hann einnig að hann sé ekki frá því að hann verði að taka eitt tímabil með Þórsurum áður en hann leggur skóna á hilluna.

Landsliðsfyrirliðinn er fæddur og uppalinn í Þorpinu og væri það risa stórt fyrir Þórsara endi Aron Einar þar en hann er með samning við Al Arabi til tveggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×