Íslenski boltinn

„Er ekki frá því að ég verði að taka síðasta árið þar sem maður á heima“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar í leiknum gegn Argentínu síðasta sumar.
Aron Einar í leiknum gegn Argentínu síðasta sumar. vísir/getty

Þórsarar gáfu út nýtt stuðningsmannalag í dag sem ber nafnið Þorpið mitt en tónlistamennirnir KÁ/AKÁ og Helgi Sæmundur gerðu lagið en tveir karlakórar sungu einnig í laginu.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, sem er nú á mála hjá Al Arabi í Katar, vakti athygli á laginu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann hrósaði laginu í hástert.





Aron Einar hrósar ekki bara laginu heldur segir hann einnig að hann sé ekki frá því að hann verði að taka eitt tímabil með Þórsurum áður en hann leggur skóna á hilluna.

Landsliðsfyrirliðinn er fæddur og uppalinn í Þorpinu og væri það risa stórt fyrir Þórsara endi Aron Einar þar en hann er með samning við Al Arabi til tveggja ára.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.