Innlent

Miðflokksmenn hvergi af baki dottnir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þingmenn Miðflokksins standa fyrir málþófi hvað varðar þriðja orkupakkann þessa dagana. Engir aðrir þingmenn voru í salnum þegar umræða hófst upp úr klukkan 15:30 í dag.
Þingmenn Miðflokksins standa fyrir málþófi hvað varðar þriðja orkupakkann þessa dagana. Engir aðrir þingmenn voru í salnum þegar umræða hófst upp úr klukkan 15:30 í dag. Vísir/Egill
Ef einhver átti von á því að þingmenn Miðflokksins létu af umræðu um þriðja orkupakkann á Alþingi eftir tilmæli forseta Alþingis í morgun hafði sá hinn sami rangt fyrir sér. Forseti Alþingis sleit þingfundi klukkan níu í morgun eftir sautján klukkustunda umræðu um þriðja orkupakkann. Þingfundur hófst klukkan 15:30 og eru Miðflokksmenn mættir í pontu. Til umræðu er fyrrnefndur orkupakki.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, bað um orðið undir liðnum fundarstjórn forseta. Þar sagði hann það myndi taka margar vikur eða mánuði að leiðrétta allt það sem komið hefði fram í umræðu um þriðja orkupakkann. Bæði í orðum þingmanna Miðflokksins og sömuleiðis víða í samfélaginu.

Lagði Helgi Hrafn það til að málinu yrði frestað til haustsins til að gefa þingmönnum færi á að leiðrétta alla vitleysuna. Það væri margra mánaða vinna.

Er það í rauninni það sem Miðflokksmenn tala fyrir, þ.e. að málinu verði frestað fram á haust. Fögnuðu þeir tillögu Helga Hrafns að því er varðaði að fresta málinu til hausts.

Ljúki Miðflokksmenn máli sínu verður gengið til atkvæðagreiðslu um málið en allt bendir til þess að frumvarpið verði samþykkt.

Umræða um þriðja orkupakkann stendur því enn yfir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×