Íslenski boltinn

Víkingur hafði betur í stórleiknum og Leiknir tók þrjú stig á Nesinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ejub heldur áfram að gera flotta hluti í Ólafsvík.
Ejub heldur áfram að gera flotta hluti í Ólafsvík. vísir/anton
Víkingur Ólafsvík vann 2-0 sigur á Þór í stórleik fjórðu umferðar Inkasso-deildar karla er liðin mættust í Ólafsvík í kvöld.

Það voru ekki liðnar nema átta mínútur er danski framherjinn Jacob Andersen kom Ólsurum yfir. Skömmu síðar klúðraði Ignacio Gil víti fyrir Þór.

Önnur vítaspyrna var dæmd á 40. mínútu en þá skoraði Harley Willard úr vítaspyrnu og kom Ólsurum í tveggja marka forystu. Þannig urðu lokatölurnar.

Ólsarar eru með Keflavík á toppi deildarinnar með tíu stig en Þór er í sjötta sætinu með einungis tvo sigra í fyrstu fjórum leikjunum.

Leiknir nældi í sinn annan sigur er liðið vann 3-2 sigur á Gróttu á Seltjarnanesi í kvöld en Grótta vann einmitt sigur á Þór í síðustu umferð.

Leiknir byrjaði af krafti en þeir voru komnir í 2-0 eftir fjórar mínútur. Mörkin skoruðu Vuk Oskar Dimitrijevic og Ígnacio Heras Anglada en Stefán Árni Geirsson skoraði þriðja markið í upphafi síðari hálfleiks.

Óliver Dagur Thorlacius minnkaði muninn í 3-1 eftir klukkustund og Pétur Theódór Árnason minnkaði muninn í 3-2 á 77. mínútu en nær komust heimamenn í Gróttu ekki.

Leiknir er því komið í fimmta sæti deildarinnar en þeir eru með sex stig. Nýliðar Gróttu er með fjögur stig í níunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×