Íslenski boltinn

Fyrsta stig Magna kom í jafntefli gegn Fram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thiago skoraði mark Fram í dag.
Thiago skoraði mark Fram í dag. mynd/fram

Magni og Fram gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Grenivík í dag en mörkin komu í sitthvorum hálfleiknum.

KA-maðurinn, Bjarni Aðalsteinsson, skoraði fysrta mark leiksins er hann kom Magna yfir á sextándu mínútu og þannig stóðu leikarnir í hálfleik.

Eftir klukkutímaleik var það Portúgalinn Tiago Manuel Silva Fernandes sem jafnaði metin fyrir Fram og það urðu lokatölur leiksins.

Þetta var fyrsta stig Magna sem er á botninum í deildinni en Fram er í sjöunda sætinu með fimm stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.