Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2018 20:39 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar hyggst fara í tveggja mánaða launalaust leyfi vegna framkomu sinnar í garð konu sem hann hitti á bar í byrjun sumars. Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu en konan tilkynnti framkomu Ágústs til nefndarinnar. Ágúst greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segist hafa hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar í síðustu viku vegna málsins. Honum finnist því rétt að skýra opinberlega frá málsatvikunum sem leiddu til þessarar niðurstöðu. „Kvöld eitt í byrjun sumars hitti ég konu á mínu reki á bar í miðbæ Reykjavíkur. Við könnuðumst lítillega við hvort annað, tókum saman tal og í kjölfarið fórum við saman yfir á vinnustað hennar. Þegar þangað var komið héldum við samræðunum áfram. Því miður hafði ég misskilið illilega á hvaða forsendum við vorum stödd þar og nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast. Svar hennar var nei og hún gaf mér skýrt til kynna að það væri ekki í boði með því að banda mér frá sér. Tekið skal fram að það var algerlega mín ranga ályktun að slíkt væri í boði,“ skrifar Ágúst.Lét „mjög særandi“ orð falla um konuna er hún hafnaði honum Ágúst kveðst hafa brugðist ókvæða við höfnun konunnar. Því sé hann ekki stoltur af. „Ég brást við þessari skýru höfnun hennar með því að láta mjög særandi orð falla um hana. Ég er ekki stoltur af þeim orðum eða framkomu minni og vegferð almennt þetta kvöld. Ég varð mér einfaldlega til háborinnar skammar. Hún bað mig því næst að fara, sem ég og gerði.“ Nokkru síðar hafi konan haft samband við hann og rætt upplifun sína af samskiptum þeirra umrætt kvöld. „Hún sagði mér að orð mín og framkoma hefðu sært hana og að þetta hafi valdið henni vanlíðan, meðal annars vegna þeirrar stöðu sem ég gegni. Ég bað hana innilega afsökunar á að hafa látið henni líða svona. Við töluðum síðan aftur saman og áttum síðar sérstakan fund þar sem hún útskýrði fyrir mér hvaða áhrif þetta hafi haft á sig.“ Leitar sér faglegrar aðstoðar og fer í launalaust leyfi Í kjölfarið ákvað konan að tilkynna framkomu Ágústs til faglegrar trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar, sem Ágúst segir eðlilegt skref. Trúnaðarnefndin er sérstakur farvegur fyrir fólk til að tilkynna í trúnaði áreitni, óviðeigandi framkomu eða annað slíkt af hálfu félaga í Samfylkingunni. Í nefndinni situr fólk með bakgrunn í sálfræði, lögfræði og fleiri greinum, að sögn Ágústs. „Við fengum bæði að koma fyrir nefndina og lýsa atburðarásinni og þar lýsti ég aftur iðrun minni og vilja til að bæta fyrir framkomu mína.“ Niðurstaða trúnaðarnefndarinnar lá svo fyrir í síðustu viku og komst hún að þeirri niðurstöðu að veita Ágústi áminningu vegna framkomu hans, sem Ágúst segist vitaskuld una. Þá hafi hann ákveðið að leita sér aðstoðar vegna framkomu sinnar og óska eftir launalausu leyfi frá þingstörfum tímabundið. „Í því felst að ég þurfi að horfast í augu við að framkoma mín hafi verið ámælisverð og líta í eigin barm. Ég vil þess vegna skýra frá því að ég hef ákveðið að leita mér faglegrar aðstoðar vegna þessarar framkomu minnar. Ég tel einnig rétt að ganga lengra en trúnaðarnefndin leggur til og hef því óskað eftir launalausu leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði. Ég vil nota tækifærið og ítreka afsökunarbeiðni mína til viðkomandi. Mér þykir afar leitt að hafa sýnt henni þessa framkomu.“ Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar hyggst fara í tveggja mánaða launalaust leyfi vegna framkomu sinnar í garð konu sem hann hitti á bar í byrjun sumars. Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu en konan tilkynnti framkomu Ágústs til nefndarinnar. Ágúst greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segist hafa hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar í síðustu viku vegna málsins. Honum finnist því rétt að skýra opinberlega frá málsatvikunum sem leiddu til þessarar niðurstöðu. „Kvöld eitt í byrjun sumars hitti ég konu á mínu reki á bar í miðbæ Reykjavíkur. Við könnuðumst lítillega við hvort annað, tókum saman tal og í kjölfarið fórum við saman yfir á vinnustað hennar. Þegar þangað var komið héldum við samræðunum áfram. Því miður hafði ég misskilið illilega á hvaða forsendum við vorum stödd þar og nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast. Svar hennar var nei og hún gaf mér skýrt til kynna að það væri ekki í boði með því að banda mér frá sér. Tekið skal fram að það var algerlega mín ranga ályktun að slíkt væri í boði,“ skrifar Ágúst.Lét „mjög særandi“ orð falla um konuna er hún hafnaði honum Ágúst kveðst hafa brugðist ókvæða við höfnun konunnar. Því sé hann ekki stoltur af. „Ég brást við þessari skýru höfnun hennar með því að láta mjög særandi orð falla um hana. Ég er ekki stoltur af þeim orðum eða framkomu minni og vegferð almennt þetta kvöld. Ég varð mér einfaldlega til háborinnar skammar. Hún bað mig því næst að fara, sem ég og gerði.“ Nokkru síðar hafi konan haft samband við hann og rætt upplifun sína af samskiptum þeirra umrætt kvöld. „Hún sagði mér að orð mín og framkoma hefðu sært hana og að þetta hafi valdið henni vanlíðan, meðal annars vegna þeirrar stöðu sem ég gegni. Ég bað hana innilega afsökunar á að hafa látið henni líða svona. Við töluðum síðan aftur saman og áttum síðar sérstakan fund þar sem hún útskýrði fyrir mér hvaða áhrif þetta hafi haft á sig.“ Leitar sér faglegrar aðstoðar og fer í launalaust leyfi Í kjölfarið ákvað konan að tilkynna framkomu Ágústs til faglegrar trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar, sem Ágúst segir eðlilegt skref. Trúnaðarnefndin er sérstakur farvegur fyrir fólk til að tilkynna í trúnaði áreitni, óviðeigandi framkomu eða annað slíkt af hálfu félaga í Samfylkingunni. Í nefndinni situr fólk með bakgrunn í sálfræði, lögfræði og fleiri greinum, að sögn Ágústs. „Við fengum bæði að koma fyrir nefndina og lýsa atburðarásinni og þar lýsti ég aftur iðrun minni og vilja til að bæta fyrir framkomu mína.“ Niðurstaða trúnaðarnefndarinnar lá svo fyrir í síðustu viku og komst hún að þeirri niðurstöðu að veita Ágústi áminningu vegna framkomu hans, sem Ágúst segist vitaskuld una. Þá hafi hann ákveðið að leita sér aðstoðar vegna framkomu sinnar og óska eftir launalausu leyfi frá þingstörfum tímabundið. „Í því felst að ég þurfi að horfast í augu við að framkoma mín hafi verið ámælisverð og líta í eigin barm. Ég vil þess vegna skýra frá því að ég hef ákveðið að leita mér faglegrar aðstoðar vegna þessarar framkomu minnar. Ég tel einnig rétt að ganga lengra en trúnaðarnefndin leggur til og hef því óskað eftir launalausu leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði. Ég vil nota tækifærið og ítreka afsökunarbeiðni mína til viðkomandi. Mér þykir afar leitt að hafa sýnt henni þessa framkomu.“
Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira