Innlent

Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Þórhildur Sunna stendur enn við orð sín.
Þórhildur Sunna stendur enn við orð sín. Fréttablaðið/Anton Brink
Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. Aðspurð segist Þórhildur Sunna skila sínum athugasemdum um álitið til forsætisnefndar fyrir hádegi í dag. Hún var gestur í Silfrinu á RÚV í gær þar sem hún hélt fast við meint siðlaus orð sín um nauðsyn þess að akstursbækur Ásmundar Friðrikssonar og greiðslur frá þinginu á grundvelli þeirra yrðu rannsakaðar.Þingmenn úr flestum þingflokkum hafa viðrað þá skoðun, í kjölfar álitsins, að endurskoða þurfi fyrirkomulag um eftirfylgni með siðareglum fyrir alþingismenn. Einkum og sér í lagi aðkomu forsætisnefndar þingsins að því hvernig málum er vísað til siðanefndar og með hvaða hætti. Hafa þingmenn lýst því viðhorfi meðal annars að siðanefndin þurfi að njóta aukins sjálfstæðis gagnvart pólitískum áhrifum.Þórhildur Sunna og Ásmundur verða ekki aðeins til umfjöllunar á morgunfundum forseta heldur verða þau einnig áberandi í öðrum störfum þingsins í dag en þau eru bæði frummælendur í sérstökum umræðum í þinginu. Þórhildur Sunna mun ræða stöðu Landsréttar við dómsmálaráðherra kl. 15.45 í dag en Ásmundur ræðir stöðu garðyrkjunnar kl. 16.30 við iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.