Íslenski boltinn

Sex tíma íslensk fótboltaveisla á Stöð 2 Sport í dag

Valur og FH eru í eldlínunni í dag.
Valur og FH eru í eldlínunni í dag. vísir/vilhelm

Það verður nóg um að vera á Sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld en sjötta umferð Pepsi Max-deildar karla klárast í dag.

Dagurinn hefst með hörkuleik upp á Skipaskaga þar sem toppliðið og nýliðarnir í ÍA fá Stjörnumenn í heimsókn sem töpuðu í síðustu umferð. Flautað verður til leiks klukkan 17.00.

FH mætir Fylki klukkan 19.15 en FH hefur enn ekki tekist að vinna útileik í tveimur tilraunum á leiktíðinni. Fylkir hefur fatast flugið upp á síðkastið.

Þriðji og síðasti leikur dagsins hefst svo einnig klukkan 19.15 en þá fer Breiðablik og heimsækir Val. Breiðablik tapaði fyrir ÍA í síðustu umferð og mikið hefur gustað um Val.

Kvöldinu verður svo lokað með Pepsi Max-mörkunum en þau hefjast klukkan 21.15. Hörður Magnússon og spekingar hans gera þar upp umferðina. Sex tíma fótboltaveisla í dag!


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.