Enski boltinn

Mustafi: Vörn Arsenal hefur gert vel

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mustafi í leik gegn Leicester.
Mustafi í leik gegn Leicester. vísir/getty
Shkodran Mustafi segir að vörn Arsenal hafi gert vel í vetur.

Mustafi hefur verið fastamaður í vörn Arsenal sem fékk á sig 51 mark í ensku úrvalsdeildinni og hélt aðeins átta sinnum hreinu í 38 deildarleikjum.

Arsenal endaði í 5. sæti deildarinnar. Skytturnar mæta Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn en með sigri þar tryggja þær sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

„Ef þú gerir 90% hlutanna rétt en færð á þig mark í hinum 10% tilvikanna gleymir fólk 90 prósentunum,“ sagði Mustafi.

„En það er ástæða fyrir því að þú færð 70 stig. Ef vörnin sinnir ekki sínu starfi færðu ekki svona mörg stig.“

Mustafi segir að leikstíl Arsenal fylgi líka talsverð áhætta og hún auki líkurnar á að liðið fái mörk á sig.

„Við viljum vinna leiki með því að pressa mótherjann og þannig gefum við færi á okkur. Það er ekki okkur leikur að negla fram. Við viljum spila boltanum út úr vörninni,“ sagði Mustafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×