Sá síðasti í stöðu Óla Jóh sagði upp störfum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2019 10:30 Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, fylgist með leiknum við Blika í gær. Vísir/Vilhelm Valsmenn eru fyrstu Íslandsmeistararnir í átján ár sem tapa fjórum sinnum í fyrstu sex umferðunum. Það er óhætt að titilvörn Valsmanna hafa byrjað illa en eftir 1-0 tap á heimavelli á móti Blikum í gær er Valsliðið aðeins með 4 stig í tíunda sæti deildarinnar og heilum 12 stigum á eftir toppliði ÍA. Valsmenn hafa aðeins einu sinni komist yfir í fyrstu sex leikjum sínum í deildinni sumar (í eina sigurleiknum) og það hefur ekki hjálpað liðinu að spila þrjá leiki á heimavelli sínum því aðeins eitt stig af níu mögulegum hefur komið í hús á Hlíðarenda. Víkingur og ÍBV eru einu liðin sem hafa fengið á sig fleiri mörk en Valur í þessum sex umferðum og þau eru líka einu liðin sem eru neðar í töflunni en Hlíðarendaliðið. Það þarf að fara næstum því tvo áratugi aftur í tímann til að finna svo marga tapleiki Íslandsmeistara í fyrstu sex umferðunum.DV 27. júní 2001.Skjámynd/DVSíðasti þjálfarinn sem var í stöðu Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals í dag, var Pétur Pétursson sem byrjaði sumarið 2001 sem þjálfari KR. Leikurinn í sjöttu umferðinni hjá KR það sumar var reyndar sjöundi leikur tímabilsins hjá Vesturbæjarliðsins þar sem leik liðsins úr tíundu umferð var flýtt vegna Evrópukeppninnar. Pétur hafði gert KR-liðið að Íslandsmeisturum sumarið 2000 en KR-ingar töpuðu fjórum sinnum í fyrstu sex umferðunum í byrjun Íslandsmótsins 2001. Fjórða tapið hjá KR kom á móti Val á Hlíðarenda 25.júní 2001. Valur vann leikinn 4-2 eftir að hafa komist í 4-0. KR hafði áður tapað á móti Fylki (0-1), FH (0-2) og ÍBV (0-1). Færði leikurinn þýddi að KR var búið að mæta Fylkismönnum tvisvar á þessum tímapunkti en seinni leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Það er samt munur á þessari byrjun og byrjun Valsliðsins í sumar því allir fjórir tapleikir KR í fyrstu sex umferðunum 2001 voru á útivelli. Valsmenn hafa aftur á móti tapað þremur leikjum í röð á heimavelli sínum á Hlíðarenda ef við teljum bikarinn með. Ólafur ætti að geta rætt þetta sumar við Pétur. Þeir þekkjast vel síðan að Pétur var aðstoðarþjálfari Ólafs hjá íslenska landsliðinu og þá er Pétur starfsmaður Vals í dag. Pétur þjálfar nefnilega meistaraflokk kvenna hjá Val.Morgunblaðið 27. júní 2001.Skjámynd/MorgunblaðiðFréttablaðið 27. júní 2001.Skjámynd/Fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Valsmenn eru fyrstu Íslandsmeistararnir í átján ár sem tapa fjórum sinnum í fyrstu sex umferðunum. Það er óhætt að titilvörn Valsmanna hafa byrjað illa en eftir 1-0 tap á heimavelli á móti Blikum í gær er Valsliðið aðeins með 4 stig í tíunda sæti deildarinnar og heilum 12 stigum á eftir toppliði ÍA. Valsmenn hafa aðeins einu sinni komist yfir í fyrstu sex leikjum sínum í deildinni sumar (í eina sigurleiknum) og það hefur ekki hjálpað liðinu að spila þrjá leiki á heimavelli sínum því aðeins eitt stig af níu mögulegum hefur komið í hús á Hlíðarenda. Víkingur og ÍBV eru einu liðin sem hafa fengið á sig fleiri mörk en Valur í þessum sex umferðum og þau eru líka einu liðin sem eru neðar í töflunni en Hlíðarendaliðið. Það þarf að fara næstum því tvo áratugi aftur í tímann til að finna svo marga tapleiki Íslandsmeistara í fyrstu sex umferðunum.DV 27. júní 2001.Skjámynd/DVSíðasti þjálfarinn sem var í stöðu Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals í dag, var Pétur Pétursson sem byrjaði sumarið 2001 sem þjálfari KR. Leikurinn í sjöttu umferðinni hjá KR það sumar var reyndar sjöundi leikur tímabilsins hjá Vesturbæjarliðsins þar sem leik liðsins úr tíundu umferð var flýtt vegna Evrópukeppninnar. Pétur hafði gert KR-liðið að Íslandsmeisturum sumarið 2000 en KR-ingar töpuðu fjórum sinnum í fyrstu sex umferðunum í byrjun Íslandsmótsins 2001. Fjórða tapið hjá KR kom á móti Val á Hlíðarenda 25.júní 2001. Valur vann leikinn 4-2 eftir að hafa komist í 4-0. KR hafði áður tapað á móti Fylki (0-1), FH (0-2) og ÍBV (0-1). Færði leikurinn þýddi að KR var búið að mæta Fylkismönnum tvisvar á þessum tímapunkti en seinni leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Það er samt munur á þessari byrjun og byrjun Valsliðsins í sumar því allir fjórir tapleikir KR í fyrstu sex umferðunum 2001 voru á útivelli. Valsmenn hafa aftur á móti tapað þremur leikjum í röð á heimavelli sínum á Hlíðarenda ef við teljum bikarinn með. Ólafur ætti að geta rætt þetta sumar við Pétur. Þeir þekkjast vel síðan að Pétur var aðstoðarþjálfari Ólafs hjá íslenska landsliðinu og þá er Pétur starfsmaður Vals í dag. Pétur þjálfar nefnilega meistaraflokk kvenna hjá Val.Morgunblaðið 27. júní 2001.Skjámynd/MorgunblaðiðFréttablaðið 27. júní 2001.Skjámynd/Fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira