Gary Martin sá síðasti til að skora hjá Skagamönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2019 11:30 Árni Snær Ólafsson og Skagamenn fagna hér sigri á Val en til hægri er Gary Martin. Vísir/Daníel og Vilhelm Síðasti leikmaðurinn til að skora hjá Skagamönnum í Pepsi Max deildinni er ekki lengur að spila í deildinni. Það er ekki aðeins erfitt að fá stig á móti nýliðum Skagamanna því mótherjum þeirra gengur bölvanlega að skora hjá þeim þessa dagana. Árni Snær Ólafsson, markvörður og fyrirliði Skagamanna, hélt hreinu í þriðja leiknum í röð í gær þegar Skagamenn unnu 2-0 sigur á Stjörnunni í sjöttu umferð Pepsi Max deild karla. Með þessum sigri, þeim fimmta í fyrstu sex leikjunum, þá héldu Skagamenn þriggja stiga forskoti á toppi Pepsi Max deildar karla. Þeir hafa náð í sextán stig af átján mögulegum. Árni Snær er þar með búinn að halda marki sínu hreinu í 302 mínútur eða í öllum leikjum liðsins undanfarna fimmtán daga. Síðastur til að skora hjá Skagamönnum er leikmaður sem er ekki einu sinni lengur í Pepsi Max deildinni. Gary John Martin skoraði hjá Árna Snæ úr vítaspyrnu á 58. mínútu í 2-1 sigri ÍA á Val á Hlíðarenda 11. maí síðastliðnum. Síðan þá hefur engum öðrum leikmanni í Pepsi Max deildinni tekist að koma boltanum framhjá Árna Snæ. Valsmenn gengu frá starfslokasamningi við Gary Martin í síðustu viku en leikurinn á móti ÍA var síðasti leikur enska framherjans fyrri Hlíðarendafélagið. Þetta mark Gary kom eins og áður sagði úr vítaspyrnu. Síðastur til að skora hjá ÍA í opnum leik var Fylkismaðurinn Geoffrey Castillion í 2-2 jafntefli Fylkis og ÍA í Árbænum. Frá því marki hafa mótherjar Skagamanna ekki skorað markúr opnum leik í 379mínútur.Árni Snær Ólafsson í marki Skagamanna í sumar: 27. apríl - Fékk á sig eitt marki í sigri á KA 1. maí - Hélt hreinu í bikarleik á móti Augnablik 5. maí - Fékk á sig tvö mörk í jafntefli við Fylki 11. maí - Fékk á sig eitt mark í sigri á Val 15. maí - Hélt hreinu í sigri á FH 19. maí - Hélt hreinu í sigri á Breiðabliki 26. maí - Hélt hreinu í sigri á StjörnunniFæst mörk fengi á sig í fyrstu sex umferðum Pepsi Max deildar karla 2019: 4 mörk á sig - ÍA og Breiðablik 6 mörk á sig - KR og Grindavík 7 mörk á sig - KA og Fylkir 8 mörk á sig - HK 9 mörk á sig - FH og Stjarnan 10 mörk á sig - Valur 13 mörk á sig - Víkingur og ÍBV Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Síðasti leikmaðurinn til að skora hjá Skagamönnum í Pepsi Max deildinni er ekki lengur að spila í deildinni. Það er ekki aðeins erfitt að fá stig á móti nýliðum Skagamanna því mótherjum þeirra gengur bölvanlega að skora hjá þeim þessa dagana. Árni Snær Ólafsson, markvörður og fyrirliði Skagamanna, hélt hreinu í þriðja leiknum í röð í gær þegar Skagamenn unnu 2-0 sigur á Stjörnunni í sjöttu umferð Pepsi Max deild karla. Með þessum sigri, þeim fimmta í fyrstu sex leikjunum, þá héldu Skagamenn þriggja stiga forskoti á toppi Pepsi Max deildar karla. Þeir hafa náð í sextán stig af átján mögulegum. Árni Snær er þar með búinn að halda marki sínu hreinu í 302 mínútur eða í öllum leikjum liðsins undanfarna fimmtán daga. Síðastur til að skora hjá Skagamönnum er leikmaður sem er ekki einu sinni lengur í Pepsi Max deildinni. Gary John Martin skoraði hjá Árna Snæ úr vítaspyrnu á 58. mínútu í 2-1 sigri ÍA á Val á Hlíðarenda 11. maí síðastliðnum. Síðan þá hefur engum öðrum leikmanni í Pepsi Max deildinni tekist að koma boltanum framhjá Árna Snæ. Valsmenn gengu frá starfslokasamningi við Gary Martin í síðustu viku en leikurinn á móti ÍA var síðasti leikur enska framherjans fyrri Hlíðarendafélagið. Þetta mark Gary kom eins og áður sagði úr vítaspyrnu. Síðastur til að skora hjá ÍA í opnum leik var Fylkismaðurinn Geoffrey Castillion í 2-2 jafntefli Fylkis og ÍA í Árbænum. Frá því marki hafa mótherjar Skagamanna ekki skorað markúr opnum leik í 379mínútur.Árni Snær Ólafsson í marki Skagamanna í sumar: 27. apríl - Fékk á sig eitt marki í sigri á KA 1. maí - Hélt hreinu í bikarleik á móti Augnablik 5. maí - Fékk á sig tvö mörk í jafntefli við Fylki 11. maí - Fékk á sig eitt mark í sigri á Val 15. maí - Hélt hreinu í sigri á FH 19. maí - Hélt hreinu í sigri á Breiðabliki 26. maí - Hélt hreinu í sigri á StjörnunniFæst mörk fengi á sig í fyrstu sex umferðum Pepsi Max deildar karla 2019: 4 mörk á sig - ÍA og Breiðablik 6 mörk á sig - KR og Grindavík 7 mörk á sig - KA og Fylkir 8 mörk á sig - HK 9 mörk á sig - FH og Stjarnan 10 mörk á sig - Valur 13 mörk á sig - Víkingur og ÍBV
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira