Íslenski boltinn

Gary Martin sá síðasti til að skora hjá Skagamönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Árni Snær Ólafsson og Skagamenn fagna hér sigri á Val en til hægri er Gary Martin.
Árni Snær Ólafsson og Skagamenn fagna hér sigri á Val en til hægri er Gary Martin. Vísir/Daníel og Vilhelm

Síðasti leikmaðurinn til að skora hjá Skagamönnum í Pepsi Max deildinni er ekki lengur að spila í deildinni.

Það er ekki aðeins erfitt að fá stig á móti nýliðum Skagamanna því mótherjum þeirra gengur bölvanlega að skora hjá þeim þessa dagana.

Árni Snær Ólafsson, markvörður og fyrirliði Skagamanna, hélt hreinu í þriðja leiknum í röð í gær þegar Skagamenn unnu 2-0 sigur á Stjörnunni í sjöttu umferð Pepsi Max deild karla.

Með þessum sigri, þeim fimmta í fyrstu sex leikjunum, þá héldu Skagamenn þriggja stiga forskoti á toppi Pepsi Max deildar karla. Þeir hafa náð í sextán stig af átján mögulegum.

Árni Snær er þar með búinn að halda marki sínu hreinu í 302 mínútur eða í öllum leikjum liðsins undanfarna fimmtán daga.

Síðastur til að skora hjá Skagamönnum er leikmaður sem er ekki einu sinni lengur í Pepsi Max deildinni.

Gary John Martin skoraði hjá Árna Snæ úr vítaspyrnu á 58. mínútu í 2-1 sigri ÍA á Val á Hlíðarenda 11. maí síðastliðnum. Síðan þá hefur engum öðrum leikmanni í Pepsi Max deildinni tekist að koma boltanum framhjá Árna Snæ.

Valsmenn gengu frá starfslokasamningi við Gary Martin í síðustu viku en leikurinn á móti ÍA var síðasti leikur enska framherjans fyrri Hlíðarendafélagið.

Þetta mark Gary kom eins og áður sagði úr vítaspyrnu. Síðastur til að skora hjá ÍA í opnum leik var Fylkismaðurinn Geoffrey Castillion í 2-2 jafntefli Fylkis og ÍA í Árbænum. Frá því marki hafa mótherjar Skagamanna ekki skorað markúr opnum leik í 379mínútur.

Árni Snær Ólafsson í marki Skagamanna í sumar:
27. apríl - Fékk á sig eitt marki í sigri á KA
1. maí - Hélt hreinu í bikarleik á móti Augnablik
5. maí - Fékk á sig tvö mörk í jafntefli við Fylki
11. maí - Fékk á sig eitt mark í sigri á Val
15. maí - Hélt hreinu í sigri á FH
19. maí - Hélt hreinu í sigri á Breiðabliki
26. maí - Hélt hreinu í sigri á Stjörnunni

Fæst mörk fengi á sig í fyrstu sex umferðum Pepsi Max deildar karla 2019:
4 mörk á sig - ÍA og Breiðablik
6 mörk á sig - KR og Grindavík
7 mörk á sig - KA og Fylkir
8 mörk á sig - HK
9 mörk á sig - FH og Stjarnan
10 mörk á sig - Valur
13 mörk á sig - Víkingur og ÍBV
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.