Íslenski boltinn

Blikastelpur þær einu sem unnu meistarana á sterku móti í Svíþjóð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blikastelpurnar unnu liðin, Espanyol og Atlético Madrid, sem hafa skipst á að vinna Lennart Johansson mótið undanfarin ár.
Blikastelpurnar unnu liðin, Espanyol og Atlético Madrid, sem hafa skipst á að vinna Lennart Johansson mótið undanfarin ár. mynd/facebook-síða lennart johansson academy trophy
Fjórtán ára kvennalið Breiðabliks (stúlkur fæddar 2005) lenti í 5. sæti á Lennart Johannsson Academy Trophy mótinu í Solna í Svíþjóð um helgina. Mótið heitir eftir hinum sænska Lennart Johannsson sem var forseti UEFA á árunum 1990-2007. Um er að ræða elítumót þar sem nokkrum af sterkustu liðum Evrópu er boðið að taka þátt.

Breiðablik vann Atlético Madrid í vítaspyrnukeppni í leiknum um 5. sætið. Atlético Madrid vann mótið 2018.

Blikar voru hársbreidd frá því að komast í undanúrslit mótsins. Í riðlakeppninni vann Breiðablik Bröndby, 2-1, og Espanyol, 1-0, gerði jafntefli við HJK Helsinki, 1-1, og tapaði fyrir Chertanovo Moskvu, 3-1.

Espnayol og Breiðablik enduðu með jafn mörg stig (7) en markatala spænska liðsins var betri. Espanyol fór svo alla leið og vann mótið. Breiðablik var eina liðið á mótinu sem vann meistara Espanyol.

Keppt var í einum aldursflokki hjá stelpunum (U-14) en tveimur hjá strákunum (U-13 og U-14). Eins og áður sagði hrósaði Espanyol sigri hjá stelpunum. Hjá strákunum vann Paris Saint-Germain í flokki 14 ára og Inter í flokki 13 ára.

Blikastelpurnar sem tóku þátt á Lennart Johannsson mótinu hafa verið mjög sigursælar hér heima og unnið mörg mót.






Tengdar fréttir

Íslenskt stúlknalið keppir við bestu lið Evrópu

Ísland á fulltrúa í ár á virtu unglingamóti í knattspyrnu en fjórtán ára gamlar stelpur úr Breiðabliki komust í hóp liðanna sem keppa um Lennart Johansson Academy bikarinn í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×