Íslenski boltinn

Blikastelpur þær einu sem unnu meistarana á sterku móti í Svíþjóð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blikastelpurnar unnu liðin, Espanyol og Atlético Madrid, sem hafa skipst á að vinna Lennart Johansson mótið undanfarin ár.
Blikastelpurnar unnu liðin, Espanyol og Atlético Madrid, sem hafa skipst á að vinna Lennart Johansson mótið undanfarin ár. mynd/facebook-síða lennart johansson academy trophy

Fjórtán ára kvennalið Breiðabliks (stúlkur fæddar 2005) lenti í 5. sæti á Lennart Johannsson Academy Trophy mótinu í Solna í Svíþjóð um helgina. Mótið heitir eftir hinum sænska Lennart Johannsson sem var forseti UEFA á árunum 1990-2007. Um er að ræða elítumót þar sem nokkrum af sterkustu liðum Evrópu er boðið að taka þátt.

Breiðablik vann Atlético Madrid í vítaspyrnukeppni í leiknum um 5. sætið. Atlético Madrid vann mótið 2018.

Blikar voru hársbreidd frá því að komast í undanúrslit mótsins. Í riðlakeppninni vann Breiðablik Bröndby, 2-1, og Espanyol, 1-0, gerði jafntefli við HJK Helsinki, 1-1, og tapaði fyrir Chertanovo Moskvu, 3-1.

Espnayol og Breiðablik enduðu með jafn mörg stig (7) en markatala spænska liðsins var betri. Espanyol fór svo alla leið og vann mótið. Breiðablik var eina liðið á mótinu sem vann meistara Espanyol.

Keppt var í einum aldursflokki hjá stelpunum (U-14) en tveimur hjá strákunum (U-13 og U-14). Eins og áður sagði hrósaði Espanyol sigri hjá stelpunum. Hjá strákunum vann Paris Saint-Germain í flokki 14 ára og Inter í flokki 13 ára.

Blikastelpurnar sem tóku þátt á Lennart Johannsson mótinu hafa verið mjög sigursælar hér heima og unnið mörg mót.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.