Íslenski boltinn

Sama byrjun hjá Skagamönnum í Pepsi Max í ár og í Inkasso í fyrra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óttar Bjarni Guðmundsson fagnar einum sigri Skagamanna í sumar.
Óttar Bjarni Guðmundsson fagnar einum sigri Skagamanna í sumar. Vísir/Daníel
Nýliðar Skagamanna eru með fimm sigra og sextán stig í fyrstu sex leikjum sínum í Pepsi Max deild karla í fótbolta.

Skagamenn náðu fimm stiga forystu eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í gær

Það er athyglisvert að bera þessa byrjun saman við þá í fyrra þegar Skaginn vann Inkasso deildina og komst um leið aftur upp í efstu deild á ný.

Það er nefnilega sama byrjun hjá Skagamönnum í Pepsi Max deildinni í ár og í Inkasso deildinni í fyrra.

ÍA vann einnig fimm af fyrstu sex leikjum í Inkasso deildinni í fyrrasumar og var með sextán stig og átta mörk í plús eftir sex umferðir.

Skagaliðið hefur reyndar skorað einu marki meira og fengið á sig einu marki meira í Pepsi Max deildinni í ár. Markatalan í ár er 12-4 en var 11-3 í Inkasso deildinni í fyrra.

ÍA liðið vann Leikni R. (1-0), Þór Ak. (1-0), Hauka (3-1), Fram (1-0) og ÍR (3-0) í fyrstu sex leikjum sínum í Inkasso deildinni í fyrra en liðið gerði þá einnig 2-2 jafntefli við Njarðvík í fyrstu sex umferðunum

Í sumar hefur Skagaliðið unnið KA (3-1), Val (2-1), FH (2-0), Breiðablik (1-0) og Stjörnuna (2-0) en eini leikurinn sem hefur ekki unnist var 2-2 jafnteflisleikur á móti Fylki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×