Innlent

Ætla að fjarlægja hrefnuhræið við fyrsta tækifæri en vara við ólykt þangað til

Birgir Olgeirsson skrifar
Hér sést hrefnan í flæðarmálinu við Granda í dag.
Hér sést hrefnan í flæðarmálinu við Granda í dag. vísir/vilhelm
Reykjavíkurborg ætlar að fjarlægja hrefnuhræið sem rak á land við Eiðisgranda skömmu eftir hádegi í dag. Reykjavíkurborg er landeigandi Eiðisgranda og mun fjarlægja hræið við fyrstu hentugleika að höfðu samráði við Umhverfisstofnun.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar við að nokkur ólykt geti verið í nágrenninu þar til hræið hefur verið fjarlægt og er íbúum í nágrenninu ráðlagt að hafa lokaða glugga til að forðast að ólyktin verði til vandræða en vindátt er nú óhagstæð með tilliti til lyktarmengunar.

Ekki er talið að hætta stafi af hræinu en frekari upplýsingar um förgun hræsins munu liggja fyrir á morgun. Heilbrigðiseftirlitið hefur einnig haft samband við Hafrannsóknastofnun vegna málsins og mun áfram fylgjast með og meta aðstæður.


Tengdar fréttir

Tunga hrefnunnar tútnaði út

Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, fór í dag og skoðaði hræ hrefnunnar sem rak á land við Granda skömmu eftir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×